Skráning í Íslandsmótið í golfi 2019 sem fram fer á Grafaraholtsvelli dagana 8.-11. ágúst stendur yfir á golf.is.
Smelltu hér til að skrá þig. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 mánudaginn 5. ágúst. Greiða verður þátttökugjaldið með greiðslukorti við skráningu.
Það er ljóst að Axel Bóasson úr GK mætir í titilvörnina en Íslandsmeistarinn 2018 á enn eftir að skrá sig til leiks. Hámarskfjöldi keppenda er 150 en rúmlega 30 keppendur hafa skráð sig til keppni nú þegar.
Þar á meðal eru margfaldir Íslandsmeistarar á borð við Úlfar Jónsson úr GKG og Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR. Úlfar hefur fagnað þessum titli alls sex sinnum og er hann næst sigursælasti kylfingur allra tíma í karlaflokki ásamt Björgvini Þorsteinssyni. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur sigrað sjö sinnum á Íslandsmótinu í golfi – oftast allra í karlaflokki.
Ragnhildur Sigurðardóttir hefur sigrað alls fjórum sinnum á Íslandsmótinu í golfi, síðast árið 2005. Ragnhildur, Jakobína Guðlaugsdóttir og Ólöf María Jónsdóttir, GK eru jafnar í öðru sæti yfir sigursælustu keppendur í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi frá upphafi. Allar þrjár eru með fjóra titla en Karen Sævarsdóttir, GS, er með þá flesta en hún sigraði átta ár í röð á Íslandsmótinu í golfi – sem er einsdæmi í kvenna – og karlaflokki.
Eins og áður segir hafa rúmlega 30 keppendur skráð til keppni. Ólafur Björn Loftsson, GKG, sem sigraði með eftirminnilegum hætti árið 2009 í Grafarholtinu verður að sjálfsögðu með. Þórdís Geirsdóttir, GK, nýkrýndur Íslandsmeistari í +50 ára er einnig á meðal keppenda en hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1987.
| Andri Már Óskarsson | GOS |
| Arnar Snær Hákonarson | GR |
| Aron Emil Gunnarsson | GOS |
| Bjarki Geir Logason | GK |
| Elías Beck Sigurþórsson | GK |
| Frans Páll Sigurðsson | GR |
| Guðmundur Arason | GR |
| Hákon Harðarson | GR |
| Hjalti Pálmason | GR |
| Ingi Þór Ólafson | GM |
| Kjartan Sigurjón Kjartansson | GR |
| Margeir Vilhjálmsson | GR |
| Ólafur Hreinn Jóhannesson | GSE |
| Ólafur Björn Loftsson | GKG |
| Ragnar Már Ríkarðsson | GM |
| Sigurbjörn Þorgeirsson | GFB |
| Sigurður Bjarki Blumenstein | GR |
| Sigurþór Jónsson | GVG |
| Sverrir Haraldsson | GM |
| Tómas Peter Broome Salmon | GJÓ |
| Úlfar Jónsson | GKG |
| Viktor Snær Ívarsson | GKG |
| Amanda Guðrún Bjarnadóttir | GHD |
| Ásdís Valtýsdóttir | GR |
| Bjarney Ósk Harðardóttir | GR |
| Eva María Gestsdóttir | GKG |
| Hafdís Alda Jóhannsdóttir | GK |
| Hulda Clara Gestsdóttir | GKG |
| Kristín Sól Guðmundsdóttir | GM |
| Nína Margrét Valtýsdóttir | GR |
| Ragnhildur Sigurðardóttir | GR |
| Þórdís Geirsdóttir | GK |

