/

Deildu:

Frá Grafarholtsvelli.
Auglýsing

Hvar og hvenær fara Íslandsmótin fram á keppnistímabilinu?

Íslandsmót í golfi eru fjölmörg á hverju tímabili og er keppt í mörgum aldursflokkum og deildum.

Íslandsmótið í golfi í flokki fullorðinna er stærsta einstaka mót ársins á vegum GSÍ. Það fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 8.–11. ágúst og verður það jafnframt lokamótið á stigamótaröð GSÍ.

Mótið fór síðast fram á Grafarholtsvelli árið 2009 þar sem að Ólafur Björn Loftsson og Valdís Þóra Jónsdóttir fögnuðu sigri.

Hér fyrir neðan má sjá hvar og hvenær Íslandsmótin fara fram sumarið 2019.   

Fullorðnir:

21.–23. júní: Íslandsmótið í holukeppni, Garðavöllur Akranes.

26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 1. deild karla og kvenna, GKG og GO.
26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 2. deild kvenna, Akranes.   
26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 2. deild karla, Vestmannaeyjar.


8.–11. ágúst: Íslandsmótið í golfi, Grafarholtsvöllur, Golfklúbbur Reykjavíkur.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 3. deild karla, Húsatóftavöllur, Grindavík.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 4. deild karla, Bárarvöllur, Grundarfjörður.


Unglingar:

14.–16. júní: Íslandsmótið í holukeppni, Húsatóftavöllur, Grindavík.

27.–30. júní: Íslandsmót golfklúbba, 15 ára og yngri, Húsatóftavöllur, Grindavík.
27.–30. júní: Íslandsmót golfklúbba, 18 ára og yngri, Þorlákshafnarvöllur, Þorlákshöfn.

22. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 12 ára og yngri, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

16.–18. ágúst: Íslandsmótið í golfi, Leirdalsvöllur, GKG.

Eldri kylfingar:

18.–21. júlí: Íslandsmót eldri kylfinga, Vestmannaeyjavöllur.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 1. deild karla, Hólmsvöllur í Leiru.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 2.–3. deild karla, Selsvöllur, Flúðir.
16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 4. deild karla, Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd.

16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 1.–2. deild kvenna, Öndverðarnesvöllur.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ