Egill Ragnar Gunnarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Auglýsing

Enska dagblaðið The Guardian fjallaði nýverið um KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni, í grein þar sem Sean Ingle höfundur greinarinnar veltir upp ýmsum möguleikum um framtíð golfíþróttarinnar.

Rauði þráðurinn í grein Ingle er að finna lausnir til þess að snúa þeirri þróun við sem hefur átt sér stað á Bretlandseyjum á undanförnum árum. Kylfingum hefur farið fækkandi á Bretlandseyjum og m.a. finna þarf lausnir til þess að fá ungt fólk til þess að stunda golf.

Edwin Roald.

Rætt er við íslenska golfvallahönnuðinn Edwin Roald í þessari ítarlegu grein. Þar er víða komið við og 13 holu lausnin sem notuð var í KPMG-bikarnum í Vestmannaeyjum vekur athygli Sean Ingle. Ásamt ýmsum öðrum lausnum og úrbótum sem Edwin hefur vakið athygli á með greinarskrifum á undanförnum árum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ