Góðgerðarmót KPMG og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur gekk vel en það fór fram þriðjudaginn 8. ágúst. Þetta kemur fram á vef GKG en lesa má fréttina í heild sinni hér fyrir neðan. Sandra Gal lék best allra eða á -4 og Hlynur Bergsson úr GKG lék á -2 samtals. Alls söfnuðustu fjórar milljónir kr. en fjórir LPGA kylfingar mættu til leiks ásamt Ólafíu Þórunni; Sandra Gal, Vicky Hurst, GAby Lopez og Tiffany Joh.
Charity day ? @kpmggolf #iceland
A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on
Hún var stórkostleg stemningin á Leirdalsvelli á góðgerðarmóti Ólafíu Þórunnar og KPMG þó svo að veðurguðirnir hafi séð ástæðu til að vökva völlinn all ótæpilega á köflum. Auk Ólafíu mættu til landsins fjórir LPGA kylfingar, þær Sandra Gal, Vicky Hurst, GAby Lopez og Tiffany Joh en samtals hafa þær stöllur þénað yfir 720 milljónir á ferlinum. Morguninn fyrir mót, þá slasaðist Gaby á æfingu og tók hún Valdís Þóra hennar pláss í mótinu. Auk LPGA kylfinganna voru 12 íslenskir afrekskylfingar skráðir til leiks.
21 fyrirtæki sendi þátttakendur í mótið og var leikfyrirkomulagið þannig að eitt lið samanstóð að fjórum einstaklingum og spiluðu þeir besta bolta sín á milli. Einn atvinnumaður eða afrekskylfingur spilaði með hverju holli og til að tryggja það að öll lið fengju að spila með atvinnumanni þá róteruðu þeir á fjögurra eða fimm holu fresti. Ólafía Þórunn lék svo 13. holuna með öllum keppendum mótsins.
Skor keppenda var skráð í beinni eftir hverja holu og var bæði hægt að fylgjast með stöðu liðanna sem og atvinnumanna/afrekskylfinga. Um 40 sjálfboðaliðar mættu til leiks og gáfu sína vinnu í þágu góðs málstaðar og héldu utan um þessa flóknu mótsumgjörð.
Að loknu móti fengu blautir en ánægðir þátttakendur eðal kvöldverð frá Vigni vert í Mulligan. Erlendu gestirnir auk Ólafíu Þórunnar og svöruðu spurningum frá fréttamönnum og keppendum. Barnaspítali Hringsins fékk jafnframt veglega ávísun upp á 4 milljónir króna sem söfnuðust í mótinu.
GKG þakkar öllum þeim fjölmörgu sem stóðu að þessu móti, Ólafíu Þórunni, KPMG, LPGA spilurunum, íslensku afrekskylfingunum, fyrirtækjunum sem tóku þátt og síðast en ekki síst sjálfboðaliðunum sem lögðu hönd á plóginn og gerðu þetta mót að veruleika.
Úrslitin urðu eftirfarandi:
Liðakeppnni
sæti, lið Tryggingamiðstöðvarinnar á 57 höggum (-8 seinni níu)
Þórir Bragason
Alfreð Örn Lilliendahl
Jóhann Helgi Ólafsson
Viðar Guðmundsson
sæti lið Landsbankans á 57 höggum (-6 seinni níu)
Siggeir Vilhjálmsson
Pétur Bjarni Guðmundsson
Albert Guðmann Jónsson
Ólafur Magnús Magnússon
Keppni atvinnumanna og afrekskylfinga
Sandra Gal -4
Hlynur Bergsson -2
Nándarverðlaun
hola – Pétur Óskar Sigurðsson ÍSAM ( 99,5 cm)
hola – Guðrún Brá GK ( 80 cm)
hola – Siggeir Vilhjálmsson, Landsbankanum (2,0 m)
4 . hola – Gunnar Skúlason, Skeljungi (1,36)