Veigar, Guðjón Frans og Markús. Mynd/Frosti.
Auglýsing

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Guðjón Frans Halldórsson, GKG, sigraði í flokki 15-16 ára. Í úrslitaleiknum var Markús Marelsson, GK, mótherji Guðjóns Frans en úrslitaleikurinn fór 5/3 fyrir Guðjón Frans.

Veigar Heiðarsson, GA, varð þriðji en hann sigraði Andra Erlingsson, GV, 2/1 í leiknum um bronsverðlaunin.

Á leið sinni að titlinum sigraði Guðjón Frans, Valdimar Kristján Ólafsson, GR 7/5 í 16-manna úrslitum. Hann sigraði Ragnar Orra Jónsson, GA, 6/4 í 8-manna úrslitum. Í undanúrslitum sigraði Guðjón Frans, Veigar Heiðarsson, GA, 1/0.

Smelltu hér fyrir myndir frá Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2022.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja:

Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ