Auður Bergrún og Fjóla Margrét. Mynd/Frosti.
Auglýsing

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, sigraði í flokki 15-16 ára. Í úrslitaleiknum var Auður Bergrún Snorradóttir, GM, mótherji Fjólu en úrslitaleiknum lauk á 19. holu í bráðabana með sigri Fjólu Margrétar.

Elísabet Ólafsdóttir, GKG, varð þriðja en hún sigraði Helgu Signýju Pálsdóttur, GR, 1/0 í leiknum um bronsverðlaunin.

Á leið sinni að titlinum sigraði Fjóla Margrét, Þóru Sigríði Sveinsdóttur, GR 2/0 í 16-manna úrslitum. Hún sigraði Ásdísi Evu Bjarnadóttur, GM, 3/1 í 8-manna úrslitum.
Í undanúrslitum sigraði Fjóla Margrét, Helgu Signýju, GR, 6/4.

Smelltu hér fyrir myndir frá Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2022.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja:

Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ