Frá Grafarholtsvelli.
Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2023 í holukeppni fer fram dagana 1. -3. september á Grafarholtsvelli hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur. Skráningu í mótið lýkur mánudaginn 28. ágúst 2023 kl. 23:59.

Smelltu hér til að skrá þig:

Leikin er útsláttarkeppni án forgjafar:

  • 1. umferð föstudagur: 16 manna holukeppni
  • 2. umferð laugardagur: 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast
  • 3. umferð laugardagur: Undanúrslit, 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komast 
  • 4. umferð sunnudagur: Úrslit, leikur um 3. sæti og úrslitaleikur

Röðun leikmanna í 16 manna úrslitum er samkvæmt skráningarröð þátttakenda (þátttökuréttur). Stigahæsti leikmaður á stigamótaröð unglinga leikur við þann stigalægsta (eða leikmanninn með hæstu forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur ef teknir eru inn leikmenn án stiga á stigamótaröðinni), leikmaðurinn með næst flest stiga á stigamótaröð unglinga leikur við þann næst stigalægsta (eða leikmanninn með næst hæstu forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur ef teknir eru inn leikmenn án stiga á stigamótaröðinni) o.s.frv.

Ef keppendur í tilteknum flokki eru 8 eða færri er 16 manna úrslitum sleppt og keppendur fara beint í 8 manna úrslit, með sambærilegri röðun og lýst er varðandi 16 manna úrslit.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir í síðasta lagi á miðvikudeginum fyrir mót.

Þátttökurétt í hverjum flokki hafa, í þessari röð:

  1. Sextán stigahæstu leikmenn á stigamótaröð unglinga þegar skráningarfrestur rennur
    út. Séu leikmenn jafnir í sæti á stigamótaröðinni telst sá ofar sem náð hefur efra sæti
    á öðrum stigamótum ársins. Séu leikmenn þá enn jafnir ræður hlutkesti.
  2. Aðrir leikmenn með stig á stigamótaröð unglinga þegar skráningarfrestur rennur út.
    Röð ákvarðast af sætum á stigamótaröðinni. Séu leikmenn jafnir í sæti á stigamótaröðinni telst sá ofar sem náð hefur efra sæti á öðrum stigamótum ársins. Séu leikmenn þá enn jafnir ræður hlutkesti.
  3. Aðrir leikmenn sem uppfylla þátttökuskilyrði. Röð ákvarðast af forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur. Standi val á milli leikmanna með sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Keppt skal í eftirtöldum flokkum, aldur miðast við almanaksár.

  • Stelpnaflokkur 12 ára og yngri með hámarksfgj. 40.0 – teigur 47
  • Stelpnaflokkur 13-14 árameð hámarksfgj. 32.0 – teigur 47
  • Telpnaflokkur  15-16 ára með hámarksfgj. 17.0 – teigur 51
  • Stúlknaflokkur 17-21 árs með hámarksfgj. 14.0 – teigur 51
  • Strákaflokkur 12 ára og yngri með hámarksfgj. 40.0 – teigur 47
  • Strákaflokkur 13-14 ára með hámarksfgj. 32.0 – teigur 51
  • Drengjaflokkur 15-16 ára með hámarksfgj. 13.0 – teigur 55
  • Piltaflokkur 17-21 árs með hámarksfgj. 6.0 – teigur 61

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á GolfBox fyrir kl. 23:59 mánudaginn 28. ágúst. **

Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur**.

Skráðir kylfingar sem ekki fá þátttökurétt vegna hámarksfjölda fara á biðlista í sínum flokki. Röð keppenda á biðlista ræðst af röð þeirra á stigalista og að því frátöldu af forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

Verði forföll fyrir fyrsta keppnisdag verður haft samband við kylfinga á biðlista og þeim boðin þátttaka. Kylfingar á biðlista geta mætt á keppnisstað að morgni fyrsta keppnisdags og verið til taks ef forföll verða. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við afgreiðslu.

Mótsgjald er 6.000 kr. í öllum flokkum. Komist keppandi ekki inn í mótið mun hann fá endurgreitt í vikunni eftir mótið.

Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Þátttökugjald fæst einungis endurgreitt séu forföll boðuð eigi síðar en kl. 18:00, þremur dögum fyrir fyrsta keppnisdag.

Verði forföll eftir að leikröð hefur verið auglýst skal leikmanni á biðlista boðið að taka sæti þess sem forfallaðist, en leikröð er ekki ákvörðuð að nýju.

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn. Bóka þarf æfingahring hjá klúbbnum í gegnum netfangið grskrifstofa@grgolf.is 

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum.

Verðlaunaafhending 

Verðlaunaafhending er haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Dómari: Nicholas Cathart-Jones

Mótsstjórn: Ómar Örn Friðriksson, Dóra Eyland, Atli Þór Þorvaldsson, Harpa Ægisdóttir, Arnar Geirsson

Birt með fyrirvara um breytingar.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ