Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri í 1. deild kvenna fór fram á Vestmannaeyjavelli dagana 20.-22. ágúst s.l. Alls tóku 8 klúbbar þátt við frábærar aðstæður hjá Golfklúbbi Vestmanneyja.

Spennan var mikil í keppninni og úrslitin réðust á síðasta púttinu í lokaviðureign úrslitaleiksins. Golfklúbburinn Keilir (GK) stóð uppi sem Íslandsmeistari 2020 eftir sigurinn gegn Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) í úrslitaleiknum. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbburinn Oddur (GO) léku um bronsverðlaunin. Þar hafði GKG betur.

Sameiginlegt lið Golfklúbbsins Hamars og Fjallabyggðar féll úr 1. deild og leikur í 2. deild á næsta ári.

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga 1. deild kvenna Golfklúbbur Vestmannaeyja.

1. deild kvenna, lokastaðan:
*Efsta liðið fer upp um deild og neðsta liðið fellur um deild.

1. Golfklúbburinn Keilir (GK)
2. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
4. Golfklúbburinn Oddur (GO)
5. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
6. Nesklúbburinn (NK)
7. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
8. Golfklúbbur Hamar /Fjallabyggð. (GHD/GFB)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ