Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla fór fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur dagana 13.-15. ágúst.

Alls tóku 8 klúbba þátt – efsta liðið fór upp í 2. deild og neðsta liðið féll í 4. deild.

Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í undanúrslit.

Efsta liðið úr A-riðli lék ikur gegn liði nr. 2 úr B-riðli.

Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli. Liðin sem enduðu í sætum 3-4 í A og B riðli léku um sæti 5-8.

Golfklúbburinn Esja sigraði í 3. deild eftir úrslitaleik gegn Golfklúbbi Borgarness sem endaði 2 1/2 – 1/2. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í þriðja sæti eftir 2-1 þar sem að heimamenn og Golfklúbburinn Flúðir léku um þriðja sætið. Það varð hlutskipti Golfklúbbs Norðfjarðar að falla í 4. deild.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu, úrslit og ýmislegt annað.

Smelltu hér fyrir myndir frá mótinu:

A – riðill
Golfklúbbur Húsavíkur (GH)
Karl Hannes Sigurðsson, Unnar Þór Axelsson, Jón Elvar Steindórsson (liðsstjóri),
Örvar Þór Sveinsson, Sigurður Hreinsson, Arnar Vilberg Ingólfsson.
Golfklúbbur Norðfjarðar (GN)
Brynjar Örn Rúnarsson, Elvar Árni Sigurðsson, Sigurjón Egilsson,
Guðgeir Jónsson, Arnar Freyr Jónsson.
Golfklúbbur Borgarness (GB)
Albert Garðar Þráinsson, Arnór Tumi Finnsson, Hlynur Þór Stefánsson,
Jón Örn Ómarsson, Rafn Stefán Rafnsson, Siggeir Vilhjálmsson.
Golfklúbburinn Esja (GE)
Magnús Lárusson, Birgir Guðjónsson, Helgi Anton Eiríksson,
Björn Þór Hilmarsson, Tómas Salmon, Guðjón Karl Þórisson.
B – riðill
Golfklúbbur Grindavíkur (GG)
Hávarður Gunnarsson, Davíð A. Friðriksson, Þór Ríkharðsson,
Jón Júlíus Karlsson, Helgi Dan Steinsson, Friðrik Franz Guðmundsson

Golfklúbburinn Flúðir (GF)
Ari Magnússon, Bergur Dan Gunnarsson, Haukur Már Ólafsson,
Magnús Magnússon, Tómas Sigurðsson.
Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ)
Auðunn Einarsson, Anton Helgi Guðjónsson, Ásgeir Óli Kristjánsson,
Jón Gunnar Shiriansson, Högni Gunnar Pétursson, Karl Ingi Vilbergsson.
Golfklúbbur Hveragerðis (GHG)
Einar Lyng, Erlingur Arthursson, Guðjón Helgi Auðunsson,
Elvar Aron Hauksson, Fannar Ingi Steingrímsson, Davíð Svansson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ