/

Deildu:

Verðlaunagripurinn á Íslandsmóti golfklúbba GSÍ 1. deild karla. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Íslandsmóti golfklúbba 2016  lauk í dag en keppnin fékk nýtt nafn í vor en mótið hét áður Sveitakeppni GSÍ. Flestir af bestu kylfingum landsins verða í eldlínunni með sínum klúbbum um helgina og að venju má búast við hörkuviðureignum og glæsilegu golfi.

Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki.

Hér fyrir neðan birtast upplýsingar um gang mála frá keppnisstöðunum víðsvegar um landið.


 

1. deild kvenna – öll úrslit og leikir:
GK og GR léku til úrslita:

Lokastaðan:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Keilir
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
5. Golfklúbbur Suðurnesja.
6. Nesklúbburinn.
7. Golfklúbbur Akureyrar.*
8. Golfklúbburinn Oddur.*

IMG_0200
Efri röð frá vinstri Árni Páll Hansson liðsstjóri Gerður Hrönn Ragnarsdóttir Eva Björnsdóttir Saga Traustadóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Sunna Víðisdóttir fremri röð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir Myndstebbigolfis

GA og GO falla í 2. deild.

2. deild kvenna – öll úrslit og leikir: 
*GOS og GL léku til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild að ári.
Lokastaðan:

1. Golfklúbburinn Leynir*
2. Golfklúbbur Selfoss*
3. Golfklúbbur Fjallabyggðar
4. Golfklúbburinn Vestarr
5. Golfklúbbur Sauðárkróks
6. Golfklúbbur Hveragerðis

Sigursveit Leynis ásamt mótsstjóra.
Sigursveit Leynis ásamt mótsstjóra

1. deild karla – öll úrslit og leikir:

13555889_10208014407850581_23588074_o
Sigursveit Keilis 2016 Frá vinstri Henning Darri Þórðarson Gísli Sveinbergsson Rúnar Arnórsson Vikar Jónasson Sigurþór Jónsson Axel Bóasson Benedikt Sveinsson Andri Páll Ásgeirsson og Björgvin Sigurbergsson liðsstjóri og þjálfari GK MyndGrímur Kolbeinsson

GK Íslandsmeistari 2016 eftir sigur gegn GKG.
GR endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leik um bronsverðlaunin.
Lokastaðan
1. Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab.
3. Golfklúbbur Reykjavíkur
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
5. Golfklúbburinn Jökull
6. Golfklúbbur Kiðjabergs
7. Golfklúbbur Borgarness*
8. Golfklúbbur Setbergs*
* GB og GSE falla í 2. deild.

2. deild karla – öll úrslit og leikir: 
GL og GFB/GHD leika til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild.

Screen Shot 2016-06-26 at 3.01.11 PM
Sigursveit Leynis Frá vinstri Þórður Emil Ólafsson Kristján Kristjánsson Willy Blumenstein Alexander Högnason liðsstjóri Davíð Búason Ingi Fannar Eiríksson Axel Fannar Elvarsson Hróðmar Halldórsson og Stefán Orri Ólafsson

1. Golfklúbburinn Leynir
2. Golfklúbburinn Hamar Dalvík/Golfklúbbur Fjallabyggðar.
3. Golfklúbbur Selfoss
4. Nesklúbburinn
5. Golfklúbbur Akureyrar
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja
7. Golfklúbbur Suðurnesja*
8. Golfklúbbur Grindavíkur*
*GS og GG falla í 3. deild.

3. deild karla – öll úrslit og leikir: 
GN og  léku til úrslita um titilinn og fara upp í 2. deild.
Lokastaðan;
1. Golfklúbbur Norðfjarðar
2. Golfklúbbur Ísafjarðar
3. Golfklúbbur Húsavíkur
4. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
5. Golfklúbbur Sauðárkróks
6. Golfklúbbur Hveragerðis
7. Golfklúbbur Hellu*
*GHR féll í 4. deild ásamt Bolungarvík sem dró sig úr keppni.

Sigursveit Norðfjarðar:
Sigursveit Norðfjarðar

4. deild karla – öll úrslit og leikir:
GMS
sigraði GO í úrslitaleik en báðir klúbbar fara upp um deild:
Lokastaðan:
1. Golfklúbburinn Mostri
2. Golfklúbburinn Oddur
3. Golfklúbbur Sandgerðis
4. Golfklúbburinn Geysir
5. Golfklúbbur Öndverðarness
6. Golfklúbburinn Vestarr
7. Golfklúbbur Þorlákshafnar.

1. deild karla fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og 1. deild kvenna fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR er sigursælasti klúbburinn í karlaflokki með 24 titla og einnig í kvennaflokki með 18 titla.

Fjöldi titla í karlaflokki:

Golfklúbbur Reykjavíkur (24)
Golfklúbburinn Keilir (14)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)

Fjöldi titla í kvennaflokki:
Golfklúbbur Reykjavíkur (17)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Kjölur (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)

Eins og áður segir hefst keppni föstudaginn 24. júní og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 26. júní.

Í karlaflokki hefur Golfklúbbur Mosfellsbæjar titil að verja en GM sigraði í fyrsta sinn í sögu klúbbsins í fyrra þegar keppnin fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þar lék GM til úrslita gegn GKG.

Í kvennaflokki hefur Golklúbbur Reykjavíkur titil að verja en GR hafði betur gegn GK í úrslitaleik á Hólmsvelli í Leiru.

 

 

 

 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ