Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2020 í 1. deild karla – og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí 2020. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Myndir frá 1. deild karla og kvenna á gsimyndir.net – smelltu hér.

Liðsmyndir 2020.

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla. Þetta var 21. Íslandsmeistaratitill GR frá því að fyrst var keppt árið 1982 í kvennaflokki. GKG varði titilinn frá því í fyrra en þetta var sjöundi sigur GKG í þessari keppni frá árinu 2004.

GKG og Keilir léku til úrslita í 1. deild karla. GKG sigraði nokkuð örugglega og er þetta í sjöunda sinn sem GKG fagnar þessum titli. Þetta er annað árið í röð sem GKG sigrar á Íslandsmóti golfklúbba 1. deild karla og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

GR sigraði GM í leiknum um þriðja sætið í 1. deild karla.

GKG sigraði GR 3,5-1,5 og GK lagði GM 3-2 í undanúrslitum.

Íslandsmeistarar GKG 2020. Mynd/seth@golf.is

Lokastaðan í 1. deild karla:

1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
2. Golfklúbburinn Keilir (GK)
3. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
5. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
6. Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV)
7. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
8. Golfklúbburinn Leynir (GL)

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba 2020 í 1. deild kvenna. Þetta er í 21. sinn sem GR vinnur þessa keppni. GR lagði Keili í úrslitaleiknum 4-1 á Urriðavelli í dag. Golfklúbbur Mosfellbæjar sigraði Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í leiknum um þriðja sætið. Nánar á golf.is. Þetta er í 21. sinn sem GR fagnar sigri á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild kvenna.

Keilir sigraði GKG 3,5 / 1,5 í undanúrslitum og GR lagði GR 4-1 í undanúrslitum.

Íslandsmeistarar GR 2020. Mynd/seth@golf.is

Lokastaðan í 1. deild kvenna:

1. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
2. Golfklúbburinn Keilir (GK)
3. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
5. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
6. Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS)
7. Golfklúbbur Vestmanneyja (GV)
8. Golfklúbburinn Oddur (GO)
*GO fellur í 2. deild.

Úrslitaleikir 1. deild kvenna – staða og úrslit

1. deild kvenna: staðan og úrslit í leikjum um 5.-8. sæti.

Myndir frá 1. deild karla og kvenna á gsimyndir.net – smelltu hér.

Úrslitaleikir 1. deild karla – staða og úrslit

Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar fögnuðu sigri í fyrra í karla – og kvennaflokki. Aðeins þrír klúbbar hafa sigrað í bæði karla – og kvennaflokki á sama árinu á Íslandsmóti golfklúbba frá árinu 1982. GR hefur náð þeim árangri alls átta sinnum, GK 5 sinnum og GKG einu sinni.

Þessi frétt verður uppfærð á meðan mótinu stendur.

Undanúrslit 1. deild karla – staða og úrslit

GKG og Keilir leika til úrslita á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild karla. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardag á Urriðavelli.

GKG – GR 3,5-1,5.
GK – GM 3-2.

Undanúrslit 1. deild kvenna – staða og úrslit

Keilir og GR leika til úrslita á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild kvenna. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardag á Urriðavelli.

Keilir sigraði GKG 3,5 – 1,5.
GR sigraði GR 4-1.

1. deild karla: staðan og úrslit í leikjum um 5.-8. sæti.

1. deild kvenna: staðan og úrslit í leikjum um 5.-8. sæti.

Staðan og úrslit í 1. deild karla – A-riðill:
(GM, GKG, GL, GA)

Staðan og úrslit í 1. deild karla – B-riðill:
(GS, GK, GR, GV)

Rástímaáætlun í 1. deild karla:

Staðan og úrslit í 1. deild kvenna – A-riðill:
(GM, GKG, GV, GS).

Staðan og úrslit í 1. deild kvenna – B-riðill
(GO, GSS, GK, GR)

Rástímaáætlun 1. deild kvenna:

Myndir frá 1. deild karla og kvenna á gsimyndir.net – smelltu hér.

Liðsmyndir 2020.

Úrslitin ráðast á Urriðavelli þetta árið en úrslitaleikirnir í 1. deild karla og 1. deild kvenna fara fram laugardaginn 25. júlí, og á sama tíma verður leikið um sæti 5-8 á Leirdalsvelli í 1. deild karla og 1. deild kvenna.

Þetta er í annað sinn sem úrslitaleikirnir hjá báðum kynjum fara fram á sama keppnisvelli en mótið var einnig samvinnuverkefni GKG og GO í fyrra. Mikil ánægja var með framkvæmdina og hvernig til tókst.

Bestu kylfingar landsins mæta nánast allir til leiks með sínum klúbbum en mótið er einn af hápunktum keppnistímabilsins fyrir afrekskylfinga landsins.

Í karlaflokki er keppt um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild í 60. sinn en fyrst var keppt árið 1961. Í kvennaflokki var keppt í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild árið 1982 og er mótið í ár það 39. í röðinni í kvennaflokki.

A-riðill kvenna:

Golfklúbbur Reykjavíkur: Eva Karen Björnsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Saga Traustadóttir, Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir.

Golfklúbbur Skagafjarðar: Árný Lilja Árnadóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Anna Karen Hjartardóttir, Rebekka Helena B. Róbertsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir

Golfklúbburinn Keilir: Signý Arnórsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Inga Lilja Hilmarsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir.

Golfklúbburinn Oddur: Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir , Unnur Helga Kristjánsdóttir, Elín Hrönn Ólafsdóttir, Etna Sigurðardóttir, Auður Skúladóttir.

B riðill kvenna:

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Ástrós Arnarsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, María Björk Pálsdóttir.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Berglind Erla Baldursdóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Sara Kristinsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir.

Golfklúbbur Suðurnesja: Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir, Elínora Guðlaug Einarsdóttir, Laufey Jóna Jónsdóttir, Kinga Korpak, Helga Sveinsdóttir, Rut Þorsteinsdóttir, Fjóla Margrét Viðarsdóttir.

Golfklúbbur Vestmannaeyja: Alda Harðardóttir, Hrönn Harðardóttir, Katrín Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Ásta Björt Júlíusdóttir, Thelma Sveinsdóttir.

A riðill karla:

Golfklúbbur Akureyrar: Lárus Ingi Antonsson, Ævarr Freyr Birgisson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Tumi Hrafn Kúld, Örvar Samúelsson, Mikael Máni Sigurðsson, Víðir Steinar Tómasson, Óskar Páll Valsson.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Hlynur Bergsson, Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Aron Snær Júlíusson, Ólafur Björn Loftsson, Bjarki Pétursson, Kristófer Orri Þórðarson.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Kristján Þór Einarsson, Björn Óskar Guðjónsson, Andri Már Guðmundsson, Sverrir Haraldsson, Aron Skúli Ingason, Kristófer Karl Karlsson, Ingi Þór Ólafsson, Ragnar Már Ríkharðsson.

Golfklúbburinn Leynir: Kristvin Bjarnason, Hannes Marinó Ellertsson, Kristján Kristjánsson, Stefán Orri Ólafsson, Þórður Emil Ólafsson, Valdimar Ólafsson, Willy Blumenstein Valdimarsson, Björn Viktor Viktorsson

B riðill karla:

Golfklúbbur Reykjavíkur: Andri Þór Björnsson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Viktor Ingi Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Jóhannes Guðmundsson, Hákon Örn Magnússon, Böðvar Bragi Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson.

Golfklúbbur Suðurnesja: Hafliði Már Brynjarsson, Rúnar Óli Einarsson, Guðmundur Rúnar Hallgrimsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson, Björgvin Sigmundsson, Logi Sigurðsson, Sigurpáll Geir Sveinsson.

Golfklúbbur Vestmannaeyja: Kristófer Tjörvi Einarsson, Örlygur Helgi Grímsson, Karl Haraldsson, Hallgrímur Júlíusson, Rúnar Þór Karlsson, Lárus Garðar Long, Daníel Ingi Sigurjónsson, Sigurbergur Sveinsson.

Golfklúbburinn Keilir: Rúnar Arnórsson, Helgi Snær Björgvinsson, Axel Bóasson, Vikar Jónasson, Birgir Björn Magnússon, Bjarni Sigþór Sigurðsson, Svanberg Addi Stefánsson, Daníel Ísak Steinarsson.

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi

Karlaflokkur:

1961 Golfklúbbur Akureyrar
1962 Golfklúbbur Akureyrar
1963 Golfklúbbur Akureyrar
1964 Golfklúbbur Akureyrar
1965 Golfklúbbur Akureyrar
1966 Golfklúbbur Akureyrar
1967 Golfklúbbur Reykjavíkur
1968 Golfklúbbur Reykjavíkur
1969 Golfklúbbur Reykjavíkur
1970 Golfklúbbur Reykjavíkur
1971 Golfklúbbur Akureyrar
1972 Golfklúbbur Reykjavíkur
1973 Golfklúbbur Suðurnesja
1974 Golfklúbburinn Keilir
1975 Golfklúbbur Reykjavíkur
1976 Golfklúbbur Reykjavíkur
1977 Golfklúbburinn Keilir
1978 Golfklúbburinn Keilir
1979 Golfklúbbur Reykjavíkur
1980 Golfklúbbur Reykjavíkur
1981 Golfklúbbur Reykjavíkur
1982 Golfklúbbur Suðurnesja
1983 Golfklúbbur Reykjavíkur
1984 Golfklúbbur Reykjavíkur
1985 Golfklúbbur Reykjavíkur
1986 Golfklúbbur Reykjavíkur
1987 Golfklúbbur Reykjavíkur
1988 Golfklúbburinn Keilir
1989 Golfklúbburinn Keilir
1990 Golfklúbburinn Keilir
1991 Golfklúbburinn Keilir
1992 Golfklúbbur Reykjavíkur
1993 Golfklúbburinn Keilir
1994 Golfklúbbur Reykjavíkur
1995 Golfklúbburinn Keilir
1996 Golfklúbbur Suðurnesja
1997 Golfkúbbur Reykjavíkur
1998 Golfklúbbur Akureyrar
1999 Golfklúbbur Reykjavíkur
2000 Golfklúbburinn Keilir
2001 Golfklúbbur Reykjavíkur
2002 Golfklúbbur Reykjavíkur
2003 Golfklúbbur Reykjavíkur
2004 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2005 Golfklúbburinn Kjölur
2006 Golfklúbburinn Kjölur
2007 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2008 Golfklúbburinn Keilir
2009 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2010 Golfklúbbur Reykjavíkur
2011 Golfklúbbur Reykjavíkur
2012 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2013 Golfklúbburinn Keilir
2014 Golfklúbburinn Keilir
2015 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2016 Golfklúbburinn Keilir
2017 Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2018 Golfklúbburinn Keilir
2019 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Fjöldi titla:

Golfklúbbur Reykjavíkur (24)
Golfklúbburinn Keilir (15)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (7)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi


Kvennaflokkur:

1982 Golfklúbbur Reykjavíkur
1983 Golfklúbbur Reykjavíkur
1984 Golfklúbbur Reykjavíkur
1985 Golfklúbburinn Keilir
1986 Golfklúbbur Reykjavíkur
1987 Golfklúbbur Reykjavíkur
1988 Golfklúbbur Reykjavíkur
1989 Golfklúbburinn Keilir
1990 Golfklúbbur Reykjavíkur
1991 Golfklúbburinn Keilir
1992 Golfklúbbur Reykjavíkur
1993 Golfklúbbur Reykjavíkur
1994 Golfklúbburinn Keilir
1995 Golfklúbburinn Keilir
1996 Golfklúbburinn Keilir
1997 Golfklúbburinn Keilir
1998 Golfklúbburinn Kjölur
1999 Golfklúbbur Reykjavíkur
2000 Golfklúbbur Reykjavíkur
2001 Golfklúbburinn Kjölur
2002 Golfklúbburinn Keilir
2003 Golfklúbburinn Keilir
2004 Golfklúbbur Reykjavíkur
2005 Golfklúbbur Reykjavíkur
2006 Golfklúbburinn Keilir
2007 Golfklúbburinn Kjölur
2008 Golfklúbburinn Keilir
2009 Golfklúbburinn Keilir
2010 Golfklúbbur Reykjavíkur
2011 Golfklúbbur Reykjavíkur
2012 Golfklúbbur Reykjavíkur
2013 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2014 Golfklúbburinn Keilir
2015 Golfklúbbur Reykjavíkur
2016 Golfklúbbur Reykjavíkur
2017 Golfklúbbur Reykjavíkur
2018 Golfklúbbur Reykjavíkur
2019 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020 Golfklúbbur Reykjavíkur

Fjöldi titla:
Golfklúbbur Reykjavíkur (21)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Kjölur (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ