Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 27.-29. júlí 2023.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar fagnaði sigri eftir 3-2 sigur gegn Golfklúbbi Akureyrar í úrslitaleiknum. Þetta er í fjórða sinn sem GM fagnar þessum titli en klúbburinn vann síðast árið 2015 eða fyrir átta árum.
Í leiknum um þriðja sætið sigraði Golfklúbbur Reykjavíkur í viðureign gegn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
GM hafði betur gegn GKG í undanúrslitum 3,5-1,5. GA og GR mættust í hinum undanúrslitaleiknum. Þar réðust úrslitin í þremur leikjum af alls fimm eftir bráðabana – og tryggði Tumi Hrafn Kúld, GA, sigurinn í lokaviðureigninni á 25. holu.
Í þessari frétt er að finna upplýsingar um rástíma, stöðu og úrslit. Staðan í leikjum verður uppfærð reglulega í umferðum á ca. 6 holu fresti. Smelltu hér til að nálgast stöðu leikja og allar umferðir í einu skjali.
Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2023. Liðunum var skipt í tvo fjögurra liða riðla.
Hvert lið lék þrjá leiki í riðlakeppninni. Í hverri viðureign voru leiknir tveir fjórmenningsleikir og þrír tvímenningsleikir.
Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.
A-riðill lokastaða:
GKG, GA, GK, GOS.
GKG lék í undanúrslitum gegn GM, þar sem að GM hafði betur 3,5-1,5.
B-riðill lokastaða:
GR, GM, GS, GV.
GR og GA léku í undanúrslitum. Úrslitin réðust eftir bráðabana í þremur leikjum af alls fimm.
Neðsta liðið í 1. deild karla fellur í 2. deild.
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hafði titil að verja í karlaflokk í efstu deild.
Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki árið 1961. Frá þeim tíma hafa 6 klúbbar fagnað þessum titli.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða 25 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Akureyrar er með 8 titla, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 8, Golfklúbbur Suðurnesja 3, og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 4 titla, þar af 2 þegar klúbburinn var Golfklúbburinn Kjölur.
Staðan í 1. deild karla
Umferðir
Lið
Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi
Karlaflokkur:
| 1961 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1962 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1963 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1964 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1965 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1966 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1967 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1968 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1969 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1970 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1971 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1972 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1973 | Golfklúbbur Suðurnesja |
| 1974 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1975 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1976 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1977 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1978 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1979 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1980 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1981 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1982 | Golfklúbbur Suðurnesja |
| 1983 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1984 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1985 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1986 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1987 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1988 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1989 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1990 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1991 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1992 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1993 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1994 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 1995 | Golfklúbburinn Keilir |
| 1996 | Golfklúbbur Suðurnesja |
| 1997 | Golfkúbbur Reykjavíkur |
| 1998 | Golfklúbbur Akureyrar |
| 1999 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2000 | Golfklúbburinn Keilir |
| 2001 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2002 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2003 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2004 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2005 | Golfklúbburinn Kjölur |
| 2006 | Golfklúbburinn Kjölur |
| 2007 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2008 | Golfklúbburinn Keilir |
| 2009 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2010 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2011 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2012 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2013 | Golfklúbburinn Keilir |
| 2014 | Golfklúbburinn Keilir |
| 2015 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
| 2016 | Golfklúbburinn Keilir |
| 2017 | Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2018 | Golfklúbburinn Keilir |
| 2019 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2020 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
| 2021 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
| 2022 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
Fjöldi titla:
Golfklúbbur Reykjavíkur (25)
Golfklúbburinn Keilir (15)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (8)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)


