Auglýsing

Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 14.-16. júlí 2022. Keppni hefst fimmtudaginn 14. júlí og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Keppt er í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvennaflokki, 65 ára og eldri í kvennaflokki, 50 ára og eldri í karlaflokki og 65 ára og eldri í karlaflokki. Íslandsmeistarar í þessum fjórum flokkum verða krýndir á lokahófi mótsins laugardagskvöldið 16. júlí.

Smelltu hér fyrir rástíma á Íslandsmót eldri kylfinga 2022:

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit á Íslandsmóti eldri kylfinga 2022:


Smelltu hér fyrir myndasafn frá Íslandsmóti eldri kylfinga 2022:

Keppendur eru alls 145. Þeir koma frá 23 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.

Fimm klúbbar eru með keppendur í öllum flokkum í kvenna – og karlaflokki, GR, GK, GKG, GM og NK.

Flestir keppendur koma úr GR eða 41 alls, 22 úr GK, og 20 úr GKG.

Karlar +50Karlar +65Konur +50Konur +65Samtals
Golfklúbbur Reykjavíkur19613341
Golfklúbburinn Keilir1164122
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar838120
Golfklúbbur Akureyrar83112
Golfklúbbur Mosfellsbæjar315110
Nesklúbburinn422210
Golfklúbbur Fjallabyggðar33
Golfklúbbur Húsavíkur33
Golfklúbbur Suðurnesja33
Golfklúbburinn Setberg213
Golfklúbbur Vestmannaeyja33
Golfklúbbur Brautarholts22
Golfklúbbur Hveragerðis22
Golfklúbbur Sandgerðis112
Golfklúbbur Byggðaholts11
Golfklúbbur Hornafjarðar11
Golfklúbbur Kiðjabergs11
Golfklúbbur Selfoss11
Golfklúbburinn Esja11
Golfklúbburinn Leynir11
Golfklúbburinn Hamar Dalvík11
Golfklúbbur Hólmavíkur11
Golfklúbbur Öndverðarness11
7526368145

Þórdís Geirsdóttir, GK, mætir í titilvörnina í flokki +50 ára í kvennaflokki og Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, sem sigraði í fyrra á Íslandsmóti eldri kylfinga í +50 ára flokki karla er einnig á meðal keppenda.

Guðrún Garðars, GR, er á meðal keppenda í +65 ára flokki kvenna en hún hefur titil að verja. Björgvin Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í flokki +65 ára flokki karla í fyrra en hann lést í október 2021.

Meðalforgjöf karla í +50 ára og eldri flokknum er 6.7. Björgvin Sigurbergsson, GK, sem hefur sigrað fjórum sinnum á sjálfu Íslandsmótinu í golfi er með lægstu forgjöfina eða +1. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, er með +0.6 og Halldór Sævar Birgisson, GHH er með 0.1. Þar á eftir koma þeir Tryggvi Valtýr Traustason, GSE, með 0.4 og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE með 0.8.

Í kvennaflokki í +50 ára og eldri er meðalforgjöf keppenda 12.6. Þórdís Geirsdóttir, GK, er með lægstu forgjöfina eða 0.5 og þar á eftir kemur Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK, með 6.3 og Ásgerður Sverrisdóttir, GR, er með 6.5. Þórdís hefur einu sinni sigrað á sjálfu Íslandsmótinu í golfi, 1987. Ásgerður hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 1983 og 1984. Steinunn Sæmundsdóttir, GR, sem er einnig á meðal keppenda sigraði á Íslandsmótinu árið 1986.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

Öldungaflokkur karla 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 18,0 – gulir teigar

Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 26,0 – bláir teigar

Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 22,0 – gulir teigar

Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 29,0 – rauðir teigar

Í flokkum 65 ára og eldri er notkun golfbíla heimiluð.

Rástímar eru birtir í GolfBox – smelltu hér.

Ræst er út af 1. teig með 10 mínútna millibili.

Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað út eftir forgjöfen alla aðra daga verður raðað út eftir skori. 

Ekki eru leyfðar breytingar á útgefnum rástímum eftir birtingu þeirra.

1. hringur, fimmtudagur: Áætlaðir rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30

Rásröð: Konur 50+, Konur 65+, Karlar 50+, Karlar 65+

2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30

Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+

3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 07:00 – 15:00

Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Karlar 50+, Konur 50+

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 50 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri án forgjafar.

1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair

2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair

3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 65 ára og eldri og kvenna 65 ára og eldri án forgjafar.

1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair

2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair

3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair

Lokahóf fer fram á laugardagskvöldi í golfskálanum og verða verðlaun afhent þar.

Fyrir aukamiða hafið samband á skrifstofa@gagolf.is.

Matseðill:

Boðið verður upp á hlaðborð: 

Kremuð villisveppasúpa, brauð & smjér

Fiskréttur og lambakjöt og meðlæti: Kartöflur, rótargrænmeti, ferskt salat, döðlu & brokkolísalat, bearnaise og piparsósa, köld grillsósa + meira viðeigandi meðlæti með fisknum.

Eftirréttur:  Heit súkkulaði brownie,  vanillu créme brulée & fersk ber

Golfbílar

Í golfmótum á vegum GSÍ, að undanskildu Íslandsmóti eldri kylfinga, 65 ára og eldri, skal mótsstjórn aðeins veita þeim keppendum, sem framvísa vottorði frá tilnefndum trúnaðarlækni GSÍ, heimild til að nota golfbíl meðan á keppni stendur. Vottorðið skal staðfesta að keppandinn búi við langvarandi líkamlega fötlun og þurfi á golfbíl að halda við keppni, að því tilskildu að slíkt veiti keppandanum ekki ótilhlýðilegt forskot, sbr. undantekningu 1 við golfreglu 14-3. Trúnaðarlæknar GSÍ er Sveinbjörn Brandsson, sveinbjorn@orkuhusid.is og Valur Guðmundsson, valurgudm@gmail.com.

Umsókn um heimild til notkunar golfbíls skal senda mótanefnd GSÍ að minnsta kosti einni viku áður en mótið hefst. Umsóknin skal send til motanefnd@golf.is og henni skal fylgja afrit vottorðsins.

Mótsstjórn: Arnar Geirsson, Steindór Ragnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Tryggvi Jóhannsson.

Netfang mótsstjórnar: arnar@golf.is

Dómari: Tryggvi Jóhannsson

Birt með fyrirvara um breytingar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ