Auglýsing

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS og Markús Marelsson, GK, kepptu alþjóðlega Opna unglingamótinu, The Junior Open championship, sem fram fór á Monifieth vellinum í Skotlandi.

Fjóla Margrét var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu sterka móti – og fékk dýrmæta reynslu á alþjóðlega keppnissviðinu. Fjóla Margrét lék á 86 og 81 höggi og var hún aðeins einu höggi frá niðurskurðinum fyrir þriðja keppnisdaginn.

Markús endaði í 25. sæti og lokahringurinn var glæsilegur þar sem hann lék á einu höggi undir pari vallar eða 71 höggi. Markús lék hringina þrjá á 77-80-71.

Sex efstu keppendur mótsins léku hringina þrjá undir pari vallar samtals. Sigurvegarinn, Connor Graham frá Skotlandi, lék á 13 höggum undir pari samtals.

Nánar um völlinn hér:

Keppnisvöllurinn er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá St. Andrews vellinum þar sem að Opna mótið hefst á fimmtudag.

The Junior Open championship var sett á laggirnar árið 1994 og hefur R&A í Skotlandi verið framkvæmdaraðili mótsins frá árinu 2000.

Golfsamböndum sem eru undir hatti R&A er boðið að senda leikmenn 16 ára og yngri í þetta mót. R&A hefur gætt þess að The Junior Open championship fari alltaf fram á golfvelli sem er í næsta nágrenni við keppnisvöll The Open.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit mótsins.

<strong>Markús Marelsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir <strong>
<strong>Markús Marelsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir<strong>
<strong>Markús<strong> Marelsson
<strong>Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Markús Marelsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ