Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í fyrra á Íslandsmótinu í golfi.

Keiliskonan mætir í titilvörnina á Grafarholtsvelli þegar Íslandsmótið hefst á fimmtudaginn.

Guðrún Brá er mætt til þess að sigra og hún er ánægð með þann stóra hóp kvenna sem tekur þátt á Íslandsmótinu 2019 – en um metþátttöku er að ræða. Guðrún Brá hefur leik kl. 9:40 á fimmtudaginn.

Atvinnukylfingur hefur góða reynslu frá keppni á Grafarholtsvelli en hún hefur ekki náð að æfa sig mikið á vellinum fyrir þetta mót. Nánar í þessu viðtali hér fyrir neðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ