/

Deildu:

Auglýsing

Í inniaðstöðu Golfklúbbsins Odds við Kauptún 3 í Garðabæ er lif á veturna og eflaust meira hægt að gera þar en þig grunar. Starfræktir eru 2 stórskemmtilegir golfhermar af gerðinni ProTee United, þar er skemmtilegur púttvöllur, 5 básar þar sem slegið er í net af c.a. 10 metra færi og svo er veitingasala með léttar veitingar og kaffi eins og vera ber þegar fólk kemur saman á góðum stað. Það má því segja að hér sé í boði allt það sem kylfingar þurfa þegar veðrið hleypir okkur ekki út. Við vonumst bara til að þetta geti verið smá miðpunktur fyrir kylfinga óháð klúbbi, allir eru velkomnir.

Opnunartímar eru frjálslegir núna í desember en hægt að kynna sér það á heimasíðu GO oddur.is og einnig á fésbókarsíðu klúbbsins og á okkar fébókarsíðu undir Golfhermir Kauptúni. Við áætlum að á tímabilinu janúar og fram í miðjan apríl sé opið hjá okkur virka daga frá 12:00 – 23:00 og um helgar frá 10:00 – 16:00. Það verður þó að hafa í huga að nokkra daga í viku er húsið nýtt undir æfingar GO og kennslu MP Golf sem halda bæði námskeið og einkatíma sem allir geta sótt.

Hægt er að hafa samband við MP Golf á netfangið mpgolfkennsla@hotmail.com ef áhugi er á að kynna sér það sem þeir bjóða upp á. Er ekki tilvalið að hafa með símanúmer hjá okkur ef þið viljið panta, hægt er að hafa samband við Svavar í síma 8215401 og við opnum herminn nánast eftir óskum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ