/

Deildu:

Hlíðavöllur í Mosfellsbæ.
Auglýsing

Í gærkvöld var sameining Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbsins Bakkakots  að veruleika með samþykkt hjá félagsmanna beggja klúbbana. Sameiningin er gríðarlega mikilvæg fyrir félögin sem nú ráða yfir tveimur vallarsvæðum – Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Bakkakotsvelli í Mosfellsdal.  Mikill meirihluti var fylgjandi sameininguna hjá félagsmönnum GOB var sameiningin samþykkt með 80% atkvæða og með 91% atkvæða hjá GKj. Það er því ljóst að nýr golfklúbbur er tekinn til starfa. Félagsmenn hans telja 1.156 manns og það er ljóst að spennandi tímar eru framundan fyrir kylfinga í Mosfellsbæ.

„Fyrir liggur að nýr klúbbur mun reka bæði vallarsvæði áfram af krafti eins og verið hefur fram til þessa. Á næstu dögum verður undirritaður samningur við Mosfellsbæ um uppbyggingu á báðum vallarsvæðum. Á Hlíðavelli verður meðal annars ráðist í byggingu á nýjum golfskála sem mun koma miðsvæðis á vellinum og efla enn frekar starfsemina á svæðinu. Varðandi Bakkakotsvöll er hafinn vinna, með aðkomu Tom McKenzie golfvallarhönnuðar, um breytingar á vellinum til þess að lengja og bæta völlinn.

Til er orðinn golfklúbbur sem skartar tveimur ólíkum en skemmtilegum vallarsvæðum og spennandi framtíðarsýn. Það er mat nýrrar stjórnar að með því að bjóða fjölbreytt félagsgjöld  muni klúbburinn verða góður valkostur fyrir kylfinga af öllum getustigum og áhuga. Í boði verður félagsgjald upp á 89.990 kr. sem felur í sér fulla leikheimild á bæði Hlíðavelli og Bakkakotsvelli. Einnig verður í boði svokallað hálft félagsgjald með leikheimild á Bakkakotsvelli fyrir 49.990 kr. Að síðustu verður í boði félagsgjald með takmarkaðri aðild sem felur í sér spilarétt á Bakkakotsvelli utan álagstíma. Rétt er að það komi fram að öll félagsgjöld eru með fullri aðild að Golfklúbbi Mosfellsbæjar og þá leikheimild í öllum innanfélagsmótum hjá klúbbnum á hvoru vallarsvæði sem þau fara fram á hverju sinni. Í boði verða síðan afsláttarkjör fyrir mismunandi hópa, eins og hefðbundið er, en endanleg gjaldskrá mun verða birt á næstu vikum.“ eins og segir á heimasíðu klúbbanna.

Ný stjórn er skipuð eftirfarandi aðilum: Davíð Gunnlaugsson, Guðjón Karl Þórisson, Gunnar Ingi Björnsson, Hilmar Harðarson, Kristinn Wium, Vala Valtýsdóttir og Þórarinn Egill Þórarinsson. Varamenn í nýrri stjórn eru Einar Bjarni Sigurðsson, Eyþór Ágúst Kristjánsson, Margrét Óskarsdóttir og Þórhallur Kristvinsson.

Golfsamband Íslands óskar félögum í Golfklúbbi Mosfellsbæjar innilega til hamingju með þennan áfanga og þá spennandi tíma sem framunda eru.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ