Vestmannaeyjar.
Auglýsing

Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fer fram í Vestmannaeyjum dagana 15.-17. júlí. Mótið fer fram á Vestmannaeyjum en Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins.

Í þessari frétt verða allar helstu upplýsingar að finna – fréttin verður uppfærð reglulega og upplýsingum bætt við á meðan mótinu stendur.

Leiknar verða 54 holur eða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar.

Alls eru 150 keppendur skráðir til leiks en mikil aðsókn var í mótið og biðlisti í karlaflokki.

Alls eru 91 karl sem taka þátt og 59 konur.

Til samanburðar þá voru 133 keppendur sem tóku þátt árið 2020 á Hamarsvelli í Borgarnesi, 93 karlar og 40 konur. Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum eða árið 2019 og þá mættu alls 128 keppendur til leiks, 86 karlar og 42 konur.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit á Íslandsmóti eldri kylfinga 2021.

Myndsafn frá Íslandsmóti eldri kylfinga 2021 er hér:

  • Í kvennaflokki +50 ára eru 50 keppendur og er leikið af rauðum teigum í þeim flokki.
  • Í karlaflokki +50 ára eru 73 keppendur og er leikið af gulum teigum í þeim flokki.
  • Í kvennaflokki +65 ára eru 9 keppendur og er leikið af rauðum teigum í þeim flokki.
  • Í karlaflokki +65 ára eru 36 keppendur og er leikið af gulum teigum í þeim flokki.

Keppendur koma frá 23 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 44 alls og Keilir er með 34 keppendur, 17 konur og 17 karla.

KlúbburFjöldiKarlarKonur
Golfklúbbur Reykjavíkur442717
Golfklúbburinn Keilir341717
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar1486
Golfklúbbur Vestmannaeyja14104
Nesklúbburinn945
Golfklúbbur Mosfellsbæjar615
Golfklúbbur Suðurnesja431
Golfklúbburinn Esja44
Golfklúbbur Selfoss211
Golfklúbbur Öndverðarness33
Golfklúbburinn Leynir321
Golfklúbbur Akureyrar22
Golfklúbbur Brautarholts22
Golfklúbbur Fjallabyggðar11
Golfklúbbur Hornafjarðar11
Golfklúbbur Hveragerðis11
Golfklúbbur Hólmavíkur11
Golfklúbbur Sandgerðis11
Golfklúbbur Ísafjarðar11
Golfklúbburinn Oddur11
Golfklúbburinn Setberg11
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar11
Samals1509357

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ