/

Deildu:

Hvaleyrarbikarinn.
Auglýsing

Hvaleyrarbikarinn 2021 fer fram dagana 15.-18. júlí en mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ.

Keppnisfyrirkomulag Hvaleyrarbikarsins er höggleikur án forgjafar, alls 54 holur.

Smelltu hér til fyrir rástíma, skor og úrslit.

Keppnisskilmálar

Keppnisfyrirkomulag – Höggleikur án forgjafar, 54 holur.

Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ. Leikið er samkvæmt reglugerð um stigamót GSÍ, almennum keppnisskilmálum GSÍ og almennum staðarreglum GSÍ, auk þessara viðbóta við keppnisskilmála og viðbóta við staðarreglur.

Flokkar – Keppt er í karlaflokki (hvítir teigar) og kvennaflokki (bláir teigar).

Þátttökuréttur – Hámarksfjöldi keppenda í mótinu er 72. 

Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5. Ef fjöldi skráðra leikmanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki.

Þó skulu að lágmarki 18 keppendur fá þátttökurétt í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.

 Rástímar verða birtir fimmtudaginn 15 júlí á hádegi

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ