/

Deildu:

Auglýsing

Hulda Guðjónsdóttir hlaut aðalvinninginn í Regluverðinum 2018. Þessi vinsæli golfleikur Varðar fór fram í sjötta skiptið í sumar og vann Hulda sér inn lúxusgolfferð fyrir tvo með Heimsferðum á hinn margrómaða Montecastillo völl á Spáni.

Í leiknum gafst þátttakendum færi á að kanna þekkingu sína á golfreglunum og gátu þeir sem stóðust prófið fengið hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun.

Yfir 30 þúsund tóku þátt í leiknum í sumar og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Hulda var dregin út 20. ágúst sl. úr hópi þeirra sem tóku þátt. Hún á von á skemmtilegri ferð til Spánar í boði Varðar.

Vörður óskar Huldu innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.

Á myndinni má sjá (f.v) Steinunni Hlíf Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjá Verði, Huldu Guðjónsdóttur, sigurvegara leiksins, Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ og Árna Pál Hansson frá Heimsferðum.

Vörður er traustur bakhjarl GSÍ og meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga.

Vörður býður einnig upp á Golfvernd fyrir kylfinga en það er sérstök trygging sem fæst á góðum kjörum.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ