Auglýsing

Kvennalandslið Íslands hefur leik á Heimsmeistaramóti áhugamanna á miðvikudaginn. Mótið fer fram á Írlandi og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ er með liðinu á sínum „gamla heimavelli“. Jussi ætlar að skrifa ferðasögu frá HM – sem verða birtar hér á golf.is. Hér er fyrsti kaflinn í þeirri sögu.

„Það tók sinn tíma að fyrir leikmenn landsliðsins að komast til Dublin á Írlandi þar sem liðið keppir á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga, Espirito Santo Trophy. Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir flugi yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum þar sem þær stunda nám, en Helga Kristín Einarsdóttir kom frá Íslandi eftir að hafa fagnað sigri á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar í Grafarholti.

Við nýttum tímann vel síðdegis í gær, gengum frá skráningu með formlegum hætti á keppnisstaðnum – og í kjölfarið tókum við stutta en hnitmiðaða æfingu í stutta spilinu. Dömurnar vorkenndu greinilega „gamla manninum“ sem fékk að taka þátt og þær leyfðu mér að sigra í þessari laufléttu keppni. Líklega hefur ferðalagið setið í þeim – og þá sérstaklega hjá Röggu og Sögu sem eru enn að jafna sig á tímamuninum.

HM fer fram á Carton House, sem er fyrsta flokka keppnisvöllur og allar aðstæður eru í hæsta gæðaflokki. Alls eru 59 þjóðir sem keppa á HM og voru flestir úti á vellinum að æfa eða á æfingasvæðinu að venjast aðstæðum. Keppt er á tveimur keppnisvöllum, sem bera nöfnin Montgomerie og O’Meara. Vellirnir eru ólíkir og eru báðir mjög krefjandi.

Við leikum fyrsta æfingahringinn fyrir hádegi – sem við munum nýta vel til þess að upplifa aðstæðurnar – og fá betri tilfinningu fyrir flötunum.

Við gistum á heimavist Maynooth háskólans ásamt fleiri keppnisliðum. Gríðarlegur mannfjöldi hefur verið hér á svæðinu undanfarna daga og líklega er það heimsókn Páfans sem dregur fólkið að.

Á mánudag ætlum við að taka daginn snemma. Förum á létta æfingu í líkamsræktinni, borðum morgunmat, hitum vel upp og förum síðan á æfingahring á O’Meara. Á þeim hring ætlum við að leggja mesta áherslu á að velja staðsetningar fyrir upphafshöggin. Það eru einnig margar áskoranir við flatirnar sem eru frekar stórar. Við ætlum að skoða þau svæði mjög vel.

Fyrir mig er þetta mót sérstakt þar sem ég hef leikið mjög oft á þessum völlum. Ég bjó rétt hjá þessum völlum í um 20 ár. Ég vona að ég geti miðlað reynslu minni og þekkingu frá þessum völlum til leikmanna landsliðsins. Dömurnar í liðinu okkar eru rólegar og ánægðar, þrátt fyrir langt ferðlag. Það ríkir tilhlökkun í hópnum fyrir mótinu sem hefst 29. ágúst.

Það er hægt að fylgjast með gangi mála á HM á hlekknum hér fyrir neðan.

https://www.watc2018.ie

Áfram Ísland, kveðja Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands. Mynd/seth@golf.is
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd/Hari
Símamótið 2016
Helga Kristín Einarsdóttir, GK.
Saga Traustadóttir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ