Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli í dag á þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2022.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lék á 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Það er langbesti hringur Huldu Clöru á mótinu – en hún hefur titil að verja. Hulda Clara fékk fimm fugla, tapaði ekki höggi, og hún fékk 13 pör. Hún jafnaði vallarmetið sem Anna Sólveig Snorradóttir, GK, setti árið 2018n á Íslandsmótinu í golfi.

Sigurður Bjarki deilir nú vallarmetinu með liðsfélaga sínum úr GR, Haraldi Franklín Magnús, sem lék á 62 höggum á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum árið 2018. Sigurður Bjarki fékk alls 9 fugla og þar af 6 á fyrri 9 holunum sem hann lék á 29 höggum. Hann tapaði einu höggi, á 17. braut, þar sem hann fékk skolla.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ