Auglýsing

Keppni á lokakeppnisdegi Íslandsmótsins í golfi 2022 hefst kl. 6:00 að morgni sunnudagsins 7. ágúst. Í tilkynningu frá mótsstjórn kemur fram að þetta sé gert þar sem að veðurspáin sé tvísýn. Tilkynning mótsstjórnar til keppenda er hér fyrir neðan.

Þriðja degi á Íslandsmótinu í golfi er lokið og fjórða umferðin framundan. Líkt og fram hefur komið er veðurspá morgundagsins tvísýn. Mótsstjórn metur spána svo að best sé að hefja leik kl. 6:00 í fyrramálið, rástímar hafa verið birtir. Ræst verður af 1. og 10. teig. Miðað við núverandi veðurspá þarf hugsanlega að fresta leik á meðan versta veðrið gengur yfir en vonir standa til að hægt verði að ljúka fjórðu umferðinni á morgun og halda lokahóf í framhaldi af því. Keppendur eru hvattir til að búa sig vel.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ