Ingi Þór Hermannsson, Ingjaldur Ásvaldsson og Heiða Aðalsteinsdóttir.
Auglýsing

Um 80 manns mættu á félagsfund í golfskálanum á Urriðarvelli í kvöld þar sem kynntar voru hugmyndir landeigenda um frekari nýtingu á Urriðakotslandi.

Heiða Aðalsteinsdóttir frá ráðgjafastofunni Alta kynnti fyrir hönd landeigenda hugmyndir að frekara útivistarsvæði í Urriðakotslandi og hlutu þær góðar undirtektir fundargesta. Samkvæmt þeirri hugmynd sem kynnt var í kvöld er áformað að Urriðarvöllur verði stækkaður í 27 holur. Heiða ræddi einnig aðra útvistamöguleika og má þar nefna nýjar gönguleiðir, náttúruskoðun í tengslum við Náttúrufræðistofnun og skóla í Urriðarholti o.fl. Stefnt er að fjölþættri nýtingu á svæðinu.

Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar voru í kvöld eiga nýjar golfbrautir að geta fallið vel að umhverfinu í Flatahrauni og raska ekki náttúru- og menningarminjum. Samkvæmt niðurstöðum ÍSOR-skýrslu sem Heiða vísaði í að þá mun lega golfvallar á þessum stað þykja einstakur í heiminum.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, tók til máls á fundinum og lýsti fyrir fundarmönnum þeirri framvindu sem málið mun taka á næstu misserum. Hann svaraði einnig fjölmörgum spurningum fundargesta.

Í lok fundar bar Ingi Þór Hermannsson, formaður Golfklúbbsins Odds, upp tillögu um ályktun fundarsins sem var samþykkt einróma. Hún er eftirfarandi:

„Félagsfundur Golfklúbbsins Odds sem haldinn var þann 13. janúar 2016 fagnar framkomnum tillögum Styrktar-og líknarsjóðs Oddfellowa um frekari nýtingu á Urriðavatnslandi.
Fundurinn fagnar sérstaklega hugmyndum um stækkun Urriðavallar í 27 holur sem mun gerbreyta aðstöðu til golfleiks og gera fleirum kleift að nýta svæðið til útivistar.
Fundurinn gleðst einnig yfir að hægt sé að koma fyrir stækkun vallarins og útivistarsvæðisins án þess að raska náttúru- og menningarminjum.
Fundurinn hvetur skipulagsyfirvöld í Garðabæ til að hefja skipulagsferli sem eykur aðgang félagsmanna og annarra bæjarbúa að þeirri útivistarperlu sem golfvöllurinn og umhverfi hans er í.“

Gunnar-Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunnar-Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ