/

Deildu:

Auglýsing

Hrafn Guðlaugsson sigraði á Cliffs Intercollegiate háskólamótinu sem fór fram á Mountain Park vellinum í Bandaríkjunum. Hrafn, sem leikur með Faulkner háskólaliðinu lék samtals á þremur höggum undir pari og fagnaði hann tvöföldum sigri í einstaklings – og liðakeppninni. Alls tók ellefu skólar þátt á mótinu en þetta er annað háskólamótið sem Hrafn vinnur.  Frá þessu er greint á golffréttavefnum golf1.is. 

Hrafn, sem er klúbbmeistari GSE lék á 72 og 69 höggum. Hann sigraði með minnsta mun en keppnisvöllurinn er hannaður af Suður-Afríkumanninum Gary Player.  Travis Laterbauch þjálfari Faulkner háskólaliðsins segir í viðtali á heimasíðu skólaliðsins að liðið hafi ekki leikið á betri velli en The Cliffs at Mountain Park vellinum þar sem mótið fór fram. Völlurinn er nýlegur og hefur hann fengið góða dóma hjá þekktum tímaritum á borð við Golf Magazine og Golf Digest.

Hrafn tryggði sér sigurinn með tveimur fuglum í röð á síðustu tveimur holunum. “Þetta er stærsti sigur minn á ferlinum og að ná þessum árangri á þessum velli verður til þess að ég gleymi þessu aldrei,” segir Hrafn í viðtal á heimasíðu Faulkner.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ