/

Deildu:

Auglýsing

Andri Þór Björnsson var með stáltaugar þegar mest á reyndi í bráðabana um sigurinn á Red Wolves Intercollegiate háskólamótinu. Andri sett niður tæplega 8 metra langt pútt fyrir sigrinum á annarri holu í bráðabananum á RidgePointe vellinum. Þetta er fyrsti sigur Andra Þórs í háskólagolfinu en hann leikur fyrir Nicholls State háskólaliðið.

Andri lék hringina þrjá á 212 höggum eða -1 samtals (69-70-73) og var hann á sama skori og Lee Whitehead úr Tennessee Tech háskólanum. Þeir léku í bráðabana um sigurinn og fengu báðir par á 18. braut en Andri tryggði sigurinn með glæsilegum fugli á 17. flötinni.

Andri hefur leikið vel á tímabilinu en hann hefur verið á meðal 10 efst á sex mótum á tímabilinu. Í liðakeppninni endaði Nicholls State í 12. sæti af alls 21.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ