/

Deildu:

Auglýsing

Í tilefni 80 ára afmælis Golfsambands Íslands á þessu ári hefur sambandið framleitt hlaðvarpsþætti þar sem að fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum.

Markmiðið er að nýta þetta form miðlunar til þess að koma upplýsingum úr innra starfi GSÍ á framfæri. Golfsambandið hefur í gegnum tíðina nýtt ýmis form til þess að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi golfhreyfingarinnar.

Tímaritsútgáfa er ekki lengur til staðar en þess í stað eru notaðar rafrænar leiðir til þess að miðla upplýsingum, á golf.is, í rafrænu fréttabréfi, samfélagsmiðlum og í nýjum hlaðvarpsþáttum.

Í fyrsta hlaðvarpsþættinum er Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands í viðtali. Hulda er fyrsta konan sem gegnir embætti forseta Golfsambands Íslands en hún var kjörin á golfþingi í nóvember 2021.

Kristín María Þorsteinsdóttir, móta – og kynningarstjóri GSÍ og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri GSÍ hafa umsjón með hlaðvarpi GSÍ.

Hér er einnig hægt að hlusta á hlaðvarpið – smelltu hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ