Kiðjabergsvöllur. Mynd/JLong
Auglýsing

Heimslistamót GSÍ fyrir aldurshópinn 19 til 23 ára fer fram á Kiðjabergsvelli hjá Golfklúbbi Kiðjabergs dagana 10.-11. júní. Leiknar eru 54 holur, 36 holur mánudaginn 10. júní og 18 holur þriðjudaginn 11. júní. Skráning er opin og lýkur skráningu á miðnætti föstudaginn 7. júní.

Smelltu hér til að skrá þig:

Heimslistamót – Keppnisskilmálar

Leikfyrirkomulag og niðurskurður
Mótið fer fram á Kiðjabergsvelli. Höggleikur í flokki karla og kvenna 54 holur leiknar, 36 holur á mánudegi, 18 holur á þriðjudegi. Keppt skal samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ, staðarreglum GSÍ ásamt viðbótarstaðarreglum Kiðjabergsvallar.

Rástímar og ráshópar
​Rástímar verða birtir í Golfbox eftir kl. 18:00 á laugardeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori. Ræst verður út alla dagana frá kl. 8:00.

Þátttökuréttur
Að lágmarki 8 kylfingar þurfa að skrá sig til leiks í hvorum flokki svo viðkomandi flokkur fari fram. Verði færri, fellur viðkomandi flokkur niður.

Mótsgjald
Karlaflokkur 19-23 ára        Teigastæði Hvítur    10.000 kr.
Kvennaflokkur 19-23 ára    Teigastæði Blár    10.000 kr.

Innifalið í mótsgjaldi er einn æfingahringur og ein fata æfingaboltar fyrir hvern hring. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka æfingahringi.

Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið í mótaskrá á Golfbox fyrir klukkan 23:59 föstudaginn fyrir mót, 7. júní.

** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.

Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við Golfklúbb Kiðjabergs á netfangið gkb til að panta rástíma. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.

Æfingahringir verða í boði á eftirfarandi tímum:

Laugardagur 8. júní frá kl. 16.00 til 16.30

Sunnudagur 9. júní frá kl. 8.00 til 8.50 / 13.30 til 13:50 / 15.40 til 16:20

Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ