/

Deildu:

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/Shetland Nielsen.
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku vel á  The 12 Twelve Championship sem fram fór hjá Storådalens Golfklub í Holstebro Danmörku. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Keppnisfyrirkomulagið er óhefðbundið en leiknar eru 12 holur í hverri umferð. Eftir tvo fyrstu hringina eða 24 holur komust 30 efstu áfram. Eftir þriðja 12 holu hringinn komust 12 efstu áfram, og eftir fjórða 12 holu hringinn komust 4 efstu áfram og léku þeir lokahringinn sem var 6 holur. Alls komust 6 efstu kylfingarnir að þessu sinni áfram í lokaúrslitin.

Haraldur varð jafn í 7. -15. sæti og Guðmundur Ágúst endaði í 16. sæti ásamt fleiri kylfingum. Þeir eru báðir félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur.

Lokastaðan:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ