Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum næst besta árangri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, á Dimension Data Pro-Am mótinu sem fram fór á Fancourt Golf Estate í Suður-Afríku.

Haraldur Franklín endaði í 28. sæti á 7 höggum undir pari samtals (70-69-72-70).
Fyrir árangurinn fékk 3.466 Evrur eða sem nemur 540 þúsund kr.

Besti árangur GR-ingsins er 14. sætið sem hann náði undir lok keppnistímabilsins 2020.

Þetta var þriðja mótið sem Haraldur Franklín keppir á í þessari törn á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour. Mótaröðin er sú næst sterkast hjá atvinnukylfingum í Evrópu. Haraldur Franklín komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum.

Heimamaðurinn Wilco Nienaber sigraði á -19 undir pari eftir að hafa sigrað Svíann Henric Sturhed í bráðabana um sigurinn – en hann lék einnig á -19 samtals. Fyrir sigurinn fékk Nienaber um 8,5 milljónir kr. í verðlaunafé.

Lokastaðan:

Mótaröðin flytur sig um set til Svíþjóðar þar sem að tvö mót fara fram 13.-16. maí og 19.-22. maí. Þar mun Guðmundur Ágústu Kristjánsson mæta til leiks en hann er líkt og Haraldur Franklín með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili. Bjarki Pétursson, GKG, og Andri Þór Björnsson, GR, eru einnig með keppnisrétt á þessari mótaröð.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ