Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði sínum besta árangri frá upphafi á Áskorendamótaröðinni í gær þegar hann endaði í 14. sæti á móti sem fram fór á Novo Sancti Petri á Spáni. Áður hafði Haraldur Franklín náð því að vera í sæti nr. 33 á móti sem fram fór á Norður-Írlandi á þessu ári.

Lokastaðan:

Haraldur Franklín Magnús, GR, var fyrsti maður á biðlista fyrir þetta mót og á síðustu stundu var ljóst að hann komst inn á keppendalistann. Hann nýtti tækifærið vel og lék hringina fjóra á -3 samtals (74-70-70-71). Fyrir árangurinn fékk Haraldur Franklín 3000 Evrur í verðlaunafé eða sem nemur hálfri milljón kr.

Pep Angles frá Spáni sigraði á -14 samtals og fyrir sigurinn fékk hann 5,5 milljónir kr. í verðlaunafé.

Áskorendamótaröðin, Challenge Tour, er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni. Þetta er fyrsta keppnistímabilið hjá Haraldi Franklín á þessari mótaröð en hann fékk keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni með góðum árangri á Nordic Tour mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann lék fyrstu tvo hringina á +9 samtals (76-77).

Mótið fór fram á Novo Sancti Petri í Cadiz héraði á Spáni og var það jafnframt næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á ChallengeTour. Lokamótið fer fram á eyjunni Mallorca dagana 19.-22. nóvember og þar keppa 45 stigahæstu kylfingarnir um sæti á Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst Kristjánsson verður þar á meðal keppenda en leikið verður á T-Golf & Country Club.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ