Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni, Open de Bretagne atvinnumótinu, sem fram fór á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi.

Mótið er hluti af Challenge Tour sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.

GR-ingurinn endaði í 8. sæti sem er besti árangur hans á Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 64-74-67-67, 272 höggum, eða 8 höggum undir pari vallar.

Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR voru einnig á meðal keppenda en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Skor keppenda er uppfært hér:

Hér er viðtal við Harald Franklín eftir 1. keppnisdaginn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ