Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var í gær kjörinn íþróttakarl Reykjavíkur.

Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur sem stendur að þessu kjöri – en það fór fyrst fram árið 1979.

Greint var frá kjörinu í ráðhúsi Reykja­vík­ur í gær.

Í umsögn ÍBR segir: „Haraldur Franklín Magnús átti frábært ár en hann lék á 13 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka á árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir The Open, komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina, lék á tveimur mótum DP World Tour, endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni og vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Þess má einnig geta að Haraldur Franklín er ennþá eini íslenski karlkylfingurinn sem leikið hefur á risamóti, en hann lék á Opna breska meistaramótinu í júlí 2018.“

Á árunum 1979-2012 var Íþróttamaður Reykjavíkur valinn af ÍBR og á þeim tíma fengu 2 kylfingar nafnbótin, Sigurður Pétursson, árið 1985 og Ragnhildur Sigurðardóttir árið 2005.

Árið 2013 var kjörinu breytt þar sem að stjórn ÍBR velur karl, konu og kvár ásamt íþróttaliði.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, var kjörin íþróttakona Reykjavíkur 2017 og 2018. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, var kjörinn íþróttakarl Reykjavíkur árið 2020.

Andrea Kol­beins­dótt­ir, frjálsíþrótta­kona úr ÍR er íþrótta­kona Reykja­vík­ur 2023 og Ísold Klara Fel­ixdótt­ir, kara­tekvár úr Fylki, er íþvótta­kvár Reykja­vík­ur 2023.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ