Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn á DP Evrópumótaröðinni á Norður-Írlandi

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is

Haraldur Franklín Magnús, GR, komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa World Invitational mótinu sem fram fer dagana 11.-14. ágúst 2022. Mótið er hluti af sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, DP Evrópumótaröðinni og er keppt á Galgorm Castle & Massereene golfsvæðinu á Norður-Írlandi. Þrír Íslendingar kepptu á þessu móti en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Bjarki Pétursson, GKG komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

„Ég byrjaði brösulega en náði að bjarga pörum hægri vinstri. Restin af hringnnum var frábær og ég var ánægður með spilamennskuna í dag. Það voru nokkrir fuglar sem ég hefði viljað fá ofaní. Ég ákvað að búa til smá spennu í lokin. Sló frábær teighögg á 17. og 18. sem skoppuðu bæði til hliðar í brautarglompu. Ég var því mjög sáttur með fuglinn á 18. sem gulltryggði mig í gegnum niðurskurðinn,“ segir Guðmundur Ágúst við golf.is.

Hann lék fyrstu tvo keppnisdagana á -1 samtals, (71-69) en niðurskurðarlínan er +2 eins og er.
Bjarki lék á +3 samtals og Guðmundur lék á +4 samtals.

Guðmundur Ágúst náði frábærum árangri á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, í Finnlandi sem lauk um s.l. helgi. Þar endaði Guðmundur Ágúst í þriðja sæti á 20 höggum undir pari vallar samtals. Bjarki Pétursson endaði jafn í 35. sæti á 10 höggum undir pari vallar.

Nánar um mótið hér.

Haraldur Franklín Magnús á teig í Suður Afríku MyndIGTTour
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR Myndsethgolfis
Bjarki Pétursson Myndsethgolfis
Exit mobile version