Haraldur Franklín Magnús hóf leik í dag á Jonsson Workwear Open mótinu sem fram fer 24.-27. febrúar á Durban Country Club í Suður-Afríku.
Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, og er það þriðja mótið í röð sem fram fer í Suður-Afríku.
Rúmlega 200 keppendur eru á þessu móti sem er einnig hluti af Sunshine atvinnumótaröðinni í Suður-Afríku.
Haraldur Franklín lék vel á fyrsta hringnum eða 4 höggum undir pari, 68 höggum. Hann lék á Durban vellinum í dag en á morgun leikur hann á Mount Edgecombe vellinum.
Þetta er þriðja mótið hjá Haraldi Franklín á þessari mótaröð en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum.