Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er á meðal keppenda á lokaúrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið, The Open, sem fram fer þriðjudaginn 4. júlí.

Keppt er á fjórum völlum og leikur Haraldur Franklín á Royal Porthcawl vellinum í Wales.

Smelltu hér fyrir upplýsingar um rástíma og stöðu á Royal Porthcawl.

Einnig er keppt á Dundonald Links, Royal Cinque Ports og West Lancashire.

Leiknar verða 36 holur á einum degi – á hverjum velli fyrir sig.

Sjálft risamótið fer fram á Royal Liverpool dagana 16. – 23. júlí 2023.

Haraldur Franklín náði að tryggja sér keppnisrétt á The Open árið 2018 með frábærum árangri á úrtökumóti.

Hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á einu af risamótunum fjórum sem fram fara ár hvert.

Í það minnsta 19 leikmenn komast áfram af þessum fjórum völlum þar sem að lokaúrtökumótin fara fram. Það eru því 4-5 sæti í boði á hverjum velli fyrir sig.

Þann 26. júní s.l. fóru fram úrtökumót á 15 mismunandi stöðum á Bretlandi og Írlandi.

Þeir sem komust áfram af þeim mótum leika á lokaúrtökumótunum fjórum. Andri Þór Björnsson (GR), Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR) og Jóhannes Guðmundsson (GR) tóku þátt en náðu ekki að komast áfram inn á lokaúrtökumótið.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ