Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, keppir á Made in HimmerLand fer fram á Farsø vellinum í Danmörku, dagana 6.-9. júlí.

Mótið er hluti af DP World Tour sem er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki en Guðmundur Ágúst hefur leikið á 16 mótum á tímabilinu.

Á þessu móti í Danmörku eru þrjú sæti í boði á Opna mótið, The Open, sem fram fer á Royal Liverpool vellinum síðar í þessum mánuði.

Guðmundur Ágúst hefur leik kl. 7.00 að íslenskum tíma á fyrsta keppnisdegi og kl. 12:00 á öðrum keppnisdegi.

Guðmundur náði sínum besta árangri á DP World Tour, á Betfred British Masters mótinu sem fram fór á hinum sögufrægra Belfry velli á Englandi í síðustu viku.

Guðmundur Ágúst endaði í 39. sæti en hann lék hringina fjóra á 288 höggum (76-69-74-69)

Nánari upplýsingar um Made In Himmerland – smelltu hér:

DP World Tour er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour s.l. haust á lokaúrtökumótinu.

Sýnt var frá mótinu á VIAPLAY.


Á þessu tímabili hefur Guðmundur Ágúst leikið á 16 mótum á DP World Tour. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð sem er besti árangur sem íslenskur karlkylfingur hefur náð á mótaröð í efsta styrkleikaflokki í Evrópu. Mótið á Englandi var því fjórða mótið á þessu tímabili þar sem að Guðmundur Ágúst kemst í gegnum niðurskurðinn.

Hann hefur nú fengið alls 64 stig og er í sæti nr. 192 á stigalistanum. Hann fór upp um 18 sæti eftir mótið á Bretlandi.

Alls eru 298 keppendur á stigalistanum. Til þess að halda keppnisrétti sínum á DP World Tour þarf Guðmundur Ágúst að vera á meðal 120 efstu á stigalistanum í lok tímabilsins.

Besti árangur hjá íslenskum kylfingi á DP World Tour er 11. sætið. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í 11. sæti á Telecom Italia Open sem fram fór í maí árið 2007.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ