Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er á meðal keppenda á Euram Bank Open mótinu sem fram fer dagana 13.-16. júlí á GC Adamstal vellinum við borgina Ramsau í Austurríki.

Haraldur hefur leik kl. 7.00 að íslenskum tíma fimmtudaginn 13. júlí og kl. 12:15 að íslenskum tíma föstudaginn 14. júlí.

Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á mótinu í Austurríki:

Haraldur er í 112. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Í lok tímabilsins komast 45 efstu inn á lokamótið sem fram fer á Mallorca á Spáni. Að því móti loknu fá 20 efstu á stigalistanum keppnisrétt á DP World Tour – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Mótið í Austurríki er sjöunda mót tímabilsins hjá Haraldi Franklín á mótaröðinni. Hann hefur leikið á 53 mótum á þessari mótaröð frá árinu 2018. Besti árangur hans er 2. sætið og hann hefur einnig endað í þriðja sæti.

Hann endaði í 19. sæti á Kaskáda Golf Challenge mótinu sem fram fór á Kaskáda Golf Resort, Brno, í Tékklandi. Þar lék hann á -3 samtals.

<strong>Haraldur Franklín Magnús MyndGrímur Kolbeinsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ