/

Deildu:

Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er á meðal keppenda sem hefja leik fimmtudaginn 1. júní á
D+D Real Czech mótinu sem fram fer Panorama vellinum við borgina Kácov í Tékklandi.

Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Mótið í Tékklandi er fjórða mót tímabilsins hjá Haraldi Franklín á mótaröðinni. Hann endaði í 25. sæti á UAE Challenge mótinu sem fram fór á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dabí – Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Og um liðna helgi endaði hann í 32. sæti á móti í Danmörku.

Þetta er eins og áður segir fjórða mótið á tímabilinu á Challenge Tour hjá Haraldi Franklín.
Hann hefur leikið á 50 mótum á þessari mótaröð frá árinu 2018. Besti árangur hans er 2. sætið og hann hefur einnig endað í þriðja sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á D+D Real Czech mótinu:

Haraldur Franklín er í 126. sæti stigalistans á Challenge Tour. Hann þarf að komast í hóp 45 efstu á stigalistanum til þess að keppa á lokamótinu. Það mót fer fram á Mallorca á Spáni og þar fá 20 efstu á stigalistanum keppnisrétt á DP World Tour – Evrópumótaröðinni sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Challenge Tour var sett á laggirnar árið 1989. Margir af bestu kylfingum heims hafa farið í gegnum Challenge Tour á leið sinni inn á stærra svið. Þar má nefna Thomas Bjørn (1995), Justin Rose (1999), Ian Poulter (1999), Henrik Stenson (2000), Louis Oosthuizen (2003), Tommy Fleetwood (2011) og Brooks Koepka (2013).

<strong>Haraldur Franklín Magnús MyndGrímur Kolbeinsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ