Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er á meðal keppenda sem hefja leik fimmtudaginn 1. júní á
D+D Real Czech mótinu sem fram fer Panorama vellinum við borgina Kácov í Tékklandi.

Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Mótið í Tékklandi er fjórða mót tímabilsins hjá Haraldi Franklín á mótaröðinni. Hann endaði í 25. sæti á UAE Challenge mótinu sem fram fór á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dabí – Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Og um liðna helgi endaði hann í 32. sæti á móti í Danmörku.

Þetta er eins og áður segir fjórða mótið á tímabilinu á Challenge Tour hjá Haraldi Franklín.
Hann hefur leikið á 50 mótum á þessari mótaröð frá árinu 2018. Besti árangur hans er 2. sætið og hann hefur einnig endað í þriðja sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á D+D Real Czech mótinu:

Haraldur Franklín er í 126. sæti stigalistans á Challenge Tour. Hann þarf að komast í hóp 45 efstu á stigalistanum til þess að keppa á lokamótinu. Það mót fer fram á Mallorca á Spáni og þar fá 20 efstu á stigalistanum keppnisrétt á DP World Tour – Evrópumótaröðinni sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Challenge Tour var sett á laggirnar árið 1989. Margir af bestu kylfingum heims hafa farið í gegnum Challenge Tour á leið sinni inn á stærra svið. Þar má nefna Thomas Bjørn (1995), Justin Rose (1999), Ian Poulter (1999), Henrik Stenson (2000), Louis Oosthuizen (2003), Tommy Fleetwood (2011) og Brooks Koepka (2013).

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/Grímur Kolbeinsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ