Auglýsing

Fyrsta mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki 14 ára og yngri fór fram á Bakkakotsvelli dagana 27.-28. maí. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var framkvæmdaraðili mótsins.

Arnar Daði Svavarsson og Eva Fanney Matthíasardóttir, bæði úr GKG, stóðu uppi sem sigurvegarar.

Arnar Daði lék á 12 höggum undir pari samtals sem er frábær árangur en hann lék fyrri 18 holurnar á 63 höggum og á 65 höggum á síðari 18 holunum. Eva Fanney lék einnig á góðu skori en hún var á 76 og 73 höggum.

Björn Breki Halldórsson, GKG, varð annar á +4 samtals og Hjalti Kristján Hjaltason, GM, varð þriðji á +5 samtals. Sara María Guðmundsdóttir, GM, varð önnnur á +21 samtals og Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG, varð þriðja á +25 samtals.

14 ára og yngri:

1. Arnar Daði Svavarsson, GKG, 128 högg (63-65) (-12).
2. Björn Breki Halldórsson, GKG, 144 högg (75-69) (+4).
3. Hjalti Kristján Hjaltason, GM, 145 högg (77-68) (+5).
4. Máni Freyr Vigfússon, GK, 148 högg (74-74) (+8).
5. Óliver Elí Björnsson, GK, 153 högg (82-71) (+13).
6. Stefán Jökull Bragason, GKG, 155 högg (81-74) (+15).
7. Arnar Heimir Gestsson, GKG 157 högg (83-74) (+17).
8. Benjamín Snær Valgarðsson, GKG, 158 högg (76-82) (+18).
9.-10. Valdimar Jaki Jensson, GKG, 162 högg (83-79) (+22).
9.-10. Sebastian Blær Ómarsson, GR, 162 högg (83-79) (+22).

Frá vinstri: Andri Ágústsson frá GM, Arnar Daði Svavarsson, Björn Breki Halldórsson og Hjalti Kristján Hjaltason. Mynd/GM.
Frá vinstri: Andri Ágústsson frá GM, Sara Guðmundsdóttir, Eva Fanney Matthíasardóttir og Embla Hrönn Hallsdóttir. Mynd/GM.

1. Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG, 149 högg (76-73) (+9).
2. Sara María Guðmundsdóttir, GM, 161 högg (83-78) (+21).
3. Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG, 165 högg (84-81) (+25).
4. Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA, 169 högg (94-75)(+29).
5. Lilja Maren Jónsdóttir, GA, 172 högg (92-80) (+32).
6.-7. Elva María Jónsdóttir, GK, 178 högg (90-88) (+38).
6.-7. Erna Steina Eysteinsdóttir, GR, 178 högg (84-94) (+38).
8.-9. Margrét Jóna Eysteinsdóttir, GR, 183 högg (92-91) (+43).
8.-9. Katla María Sigurbjörnsdóttir, GR, 183 högg (89-94) (+43).
10. María Högnadóttir, GSE, 186 högg (97-89) (+46).

Eins og áður segir var skorið hjá Arnari Daða frábært. Á 36 holum fékk hann alls 17 fugla (+1) og 1 örn (-2). Hann fékk alls 13 pör og 6 skolla (+1).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ