Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Að þessu sinni er keppt á Bråvikens golfvellinum í Svíþjóð.

Haraldur Franklín er í öðru sæti þegar þetta er skrifað en öðrum keppnisdegi er ekki lokið.

Hann er höggi á eftir efsta manni á -13 samtals (65-66).

Skor Haraldar Franklíns er magnað eftir fyrstu 36 holurnar en hann hefur alls fengið 14 fugla (-1) og einn örn (-2). Hann hefur aðeins tapað þremur höggum fram til þessa.

Lokahringurinn fer fram á morgun, laugardaginn 3. ágúst.

Skor keppenda er uppfært hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ