Haraldur Franklín Magnús á teig í Suður-Afríku. Mynd/IGTTour
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er jafn í 4. sæti á British Challenge mótinu sem fer fram á St. Mellion Estate vellinum í Cornwall í Englandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Þetta er 17. mótið á þessu ári á Áskorendamótaröðinni hjá Haraldi Franklín.

Haraldur lék fyrsta hringinn á 68 höggum (4 högg undir pari) og annan hring á 71 höggi (1 högg undir pari) og er jafn Svíanum Simon Forsström í 4. sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana á 5 höggum undir pari samtals. Haraldur Franklín er tveimur höggum á eftir efsta leikmönnum sem léku á 7 höggum undir pari fyrstu tvo hringina.

Haraldur var í forystu framan af degi, en aðstæður í Cornwall voru krefjandi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á British Challenge:

Lokakafli mótaraðarinnar er framundan en lokamótið fer fram í byrjun nóvember á Mallorca. Fram að því móti eru 2 mót á dagskrá að mótinu sem nú fer fram meðtöldu.

Haraldur Franklín er í 90. sæti stigalista mótaraðarinnar en hann er í baráttu um að komast í hóp 45 stigahæstu keppenda á Áskorendamótaröðinni – sem fá keppnisrétt á lokamótinu. Þar verður keppt um 20 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Stöðuna á stigalistanum er hægt að sjá hér.

Áskorendamótaröðin birti viðtal við Harald Franklín á Twitter síðu sinni í dag þar sem hann sagði aðspurður að aðstæður ekki hafa komið sér úr jafnvægi þar sem hann væri öllu vanur á Íslandi.

Haraldur hefur leik kl. 9:49 á morgun, laugardag að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.

Haraldur Franklín Magnús á teig í Suður-Afríku. Mynd/IGTTour

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ