Auglýsing

Evrópumót golfklúbba í kvennaflokki fór fram á Cubo golfvellinum í Slóveníu dagana 29. september – 1. október.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Íslandsmeistaralið golfklúbba 2022, tók þátt á EM ásamt 17 öðrum golfklúbbum.

Þrír leikmenn voru í hverju liði. Keppt var í höggleik og tvö bestu skorin telja í hverri umferð.

Lið GM skipuðu Arna Rún Kristjánsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir og Sara Kristinsdóttir.

Mikil rigning var í Slóveníu dagana fyrir mót og á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Vegna veðurs náðist aðeins að leika 36 holur í stað 54. GM endaði jafnar í 8. sæti á 14 höggum yfir pari samtals.

  1. Keppnisdagur:

Arna Rún Kristjánsdóttir, 84 högg
María Eir Guðjónsdóttir, 75 högg
Sara Kristinsdóttir, 76 högg

2. Keppnisdagur

Arna Rún Kristjánsdóttir, 72 högg
María Eir Guðjónsdóttir, 75 högg
Sara Kristinsdóttir, 77 högg

RCF LA Boulie klúbburinn frá Frakklandi fagnaði EM-titlinum á mótinu á 11 höggum undir pari samtals. Hamburger Golf-Club e.V. frá Þýskalandi hafnaði í öðru sæti á 2 höggum yfir pari samtals og Beskydský Golfový Klub frá Tékklandi hafnaði í þriðja sæti á 3 höggum yfir pari samtals.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ