Haraldur Franklín Magnús hefur leik á fimmtudaginn 19. júlí kl. 09:53 á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie í Skotlandi.
Haraldur Franklín verður þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum.
GR-ingurinn verður í ráshóp James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku fyrstu tvo keppnisdagana.