Auglýsing

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús leikur á tveimur mótum í Ástralíu á næstu vikum.

Mótin eru hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Haraldur Franklín fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara en á meðal keppenda eru heimsþekktir kylfingar.

Dagana 23.-26. nóvember keppir Haraldur Franklín á Royal Queensland vellinum í Brisbane á PGA meistaramóti Ástralíu (Australian PGA Championship).

Haraldur Franklín er í ráshóp með tveimur áströlskum keppendum í ráshóp fyrstu tvo keppnidagana, en þeir heita Christopher Wood og Shae Wools Cobb.

Haraldur Franklín lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða 1 höggi undir pari vallar. Hann fékk fjóra fugla (-1), einn skolla (+1) og einn skramba (+2) á hringnum. Haraldur Franklín er í 51. sæti eftir 1. hringinn.

Sýnt er frá mótinu á Viaplay.is

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Australian PGA Championship:

Dagana 30. nóvember – 3. desember keppir Haraldur Franklín á Opna ástralska mótinu (ISPS HANDA Australian Open) sem fram fer á The Lakes vellinum í Sydney.

Haraldur Franklín lék á lokaúrtökumótinu fyrir DP World Tour nýverið þar sem hann komst í gegnum niðurskurð mótsins og endaði í 77. sæti. Með þeim árangri náði hann að tryggði sér keppnisrétt á flestum mótum á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, á næsta tímabil. Mótin í Ástralíu eru því kærkomið tækifæri fyrir Harald Franklín.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ