Auglýsing

Eva Kristinsdóttir, GM og Veigar Heiðarsson, GA tóku þátt á Global Junior Golf móti sem fram fór á Praia D´el Rey golfsvæðinu í Portúgal.

Mótið var hluti af alþjóðlegu unglingamótaröðinni, Global Junior, þar sem að keppt er í þremur aldursflokkum, 23 ára og yngri, 18 ára og yngri og 14 ára og yngri.

Veigar keppti í 18 ára og yngri flokknum. Hann endaði í 2. sæti í sínum aldursflokki á einu höggi yfir pari vallar samtals á 54 holum, 220 högg (73-71-76) +1. Í heildarkeppninni í öllum aldursflokkum endaði Veigar í 3. sæti.

Eva keppti í 18 ára og yngri flokknum. Hún sló draumahöggið á 1. keppnisdegi þar sem hún fór holu í höggi á 8. braut vallarins. Eva lék hringina þrjá á 233 höggum (+14) (75-78-80) og endaði hún í 3. sæti í sínum aldursflokki. Í heildarkeppninni hjá öllum aldursflokkum endaði Eva í 4. sæti.

Fjölmargir íslenskir kylfingar hafa náð góðum árangri á Global Junior mótaröðinni á undanförnum árum. Mótaröðin telur til stiga á heimslista áhugakylfinga og fór eitt mót fram á Íslandi í fyrra, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Smelltu hér fyrir lokaúrslit mótsins í Portúgal.

Eva og Veigar eru bæði á meðal keppenda á móti sem hefst fimmtudaginn 23. nóvember í Portúgal – en það mót fer fram á West Cliffs vellinum á Praia D´el Rey golfsvæðinu. Mótið er einnig hluti af Global Junior mótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ