Þrír íslenskir keppendur leika á B-NL Challenge Trophy mótinu sem hófst í dag á
Hulencourt vellinum í Genappe í Belgíu. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson eru á meðal keppenda.
Lokakafli mótaraðarinnar er framundan en lokamótið fer fram í byrjun nóvember á Mallorca. Fram að því móti eru 6 mót á dagskrá að mótinu sem nú fer fram meðtöldu.
Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst eru í harðri baráttu um að komast í hóp 45 stigahæstu keppenda á Áskorendamótaröðinni – sem fá keppnisrétt á lokamótinu. Þar verður keppt um 20 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst er í 82. sæti á stigalistanum og Haraldur Franklín er í sætinu þar fyrir neðan.