/

Deildu:

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/Shetland Nielsen.
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús varð annar á Tinderbox Charity Challenge atvinnumótinu sem fram fór á Langesø Golf Club í Danmörku. Mótið var hluti af Nordic Tour mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Lokastaðan:

Haraldur, sem keppir fyrir GR, lék á -9 samtals (65-67-72) eða 204 höggum og var hann fimm höggum á eftir sigurvegaranum. Þetta er þriðja mótið á þessari mótaröð þar sem Haraldur Franklín endar í öðru sæti.

Ólafur Björn Loftsson úr GKG varð í 35. sæti á +2 samtals. Ólafur lék hringina þrjá á (74-69-72) eða 215 höggum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Axel Bóasson úr GK komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Guðmundur Ágúst lék á +5 og Axel á +4 samtals.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ