Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Það er nóg um að vera á Áskorendamótaröðinni hjá Íslandsmeistaranum í golfi þessa dagana. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG endaði í 21. sæti á mótin sem lauk í Frakklandi í gær. Þar lék hann hringina fjóra á pari vallar samtals (72-71-71-70) 284 högg.

Fyrir árangurinn fékk Birgir Leifur um 220 þúsund kr. í verðlaunafé en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

Julien Guerrier frá Frakklandi sigraði á -7 samtals og fékk hann 3,7 milljónir kr. í verðlaunafé.

Næsta mót hjá Birgi hefst á fimmtudaginn, Made in Denmark Challenge, og fer það fram á Royal Oak Golf Club á Jótlandi.

Mótið verður það fimmta á tímabilinu hjá Birgi en hann hefur keppt á fjórum mótum. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra. Besti árangurinn er fjórða sætið en á hinum tveimur hefur hann endað í 21. og 48. sæti.

Birgir er í 57. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og er það besti árangur hans frá upphafi á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu. Fyrir áratug endaði hann í 88. og 85. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

2016: 106. sæti á 9 mótum
2015: 101. sæti á 9 mótum.
2014: Lék á einu móti og fékk engin stig.
2013: 154. sæti lék á 4 mótum.
2012: 128. sæti lék á 5 mótum.
2011: 104. sæti lék á 8 mótum.
2006: 88. sæti lék á 17 mótum.
2005: 85. sæti lék á 9 mótum.
2004: Lék á einu móti og fékk engin stig.
2003: Lék á þremur mótum og fékk engin stig.
2002: 141. sæti lék á 15 mótum.
2001: 102. sæti lék á 19 mótum.
2000: 144. sæti lék á 6 mótum.
1999: Lék á 6 mótum og fékk engin stig.
1998: 137. sæti lék á 10 mótum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ