Haraldur Franklín Magnús.
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði góðum árangri á atvinnumóti sem fram fór í Suður-Afríku. GR-ingurinn endaði í 13. sæti á -11 samtals en hann lék hringina fjóra á 277 höggum (69-66-76-66).

Mótið hét Bain’s Whisky Cape Town Open og fór það fram á Royal Cape Golf Club, í Höfðaborg.

Mótið var hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Mikael Lindberg frá Svíþjóð sigraði á 16 höggum undir pari en hann tryggði sér sigurinn í bráðabana gegn Ryan Van Velzen frá Suður-Afríku.

Haraldur Franklín lék í síðustu viku á SDC Open sem fram fór á Zebula golfsvæðinu við borgina Limpopo í Suður-Afríku. Þar komst Haraldur Franklín ekki í gegnum niðurskurðinn en mótið var einnig hluti af Challenge Tour.

Dagana 15.-18. febrúar keppir Haraldur Franklín á þriðja mótinu í röð á Challenge Tour atvinnumótaröðinni. Það mót heitir Dimension Data Pro-Am og fer það fram á Fancourt golfsvæðinu við borgina George í Suður-Afríku.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ